Í hlutverkinu Útskrift er hægt að finna útskriftarefni, útskrifa nema og útbúa prófskírteini.
Hér er hægt að finna mögulega útskriftarnema skólans, þ.e. þá nema sem lokið hafa nógu mörgum einingum til þess að útskrifast. Hægt er að takmarka leitina við braut eða stöðu nema. Í listanum er birt nafn, nemandanúmer, kennitala, braut, fjöldi eininga á braut, einingar nemanda og hvort öllum áföngum á braut sé lokið eða ekki. Einingar nemanda eru fjöldi staðinn eininga ásamt óloknum einingum, en gert er að ráð fyrir að nemandi nái þeim áfögum sem hann er skráður í á núverandi önn. Eftir að listi hefur verið útbúin er hægt að smella á krækjuna Merkja til útskriftar. Þeir nemendur sem fluttir eru í hægra boxið fá stöðuna Útskriftarefni.
Nemendur eru útskrifaðir úr skólanum. Valinn er útskriftardagsetning og smellt á Áfram. Þeir nemar sem hafa stöðuna Útskriftarefni birtast í vinstra boxi, þeir nemar sem fluttir eru í hægra boxið eru útskrifaðir úr skólanu. Við útskrift er stöðu nema breytt í Útskrifaður, hann gerður óvirkur og lokadagsetning sem er sú sama og útskriftardagsetningin er sett á brautina. Hægt er að smella á krækjuna Skoða útskriftarefni til þess að fá lista yfir útskriftarefni skólans, þar er hægt prenta út listann.
Hér er hægt að prenta út prófskírteini fyrir nema. Hægt er að velja nema eftir útskriftardagsetningu, nafni, nemandanúmeri eða kennitölu. Útlit prófskírteinisins fer eftir stílsíðu sem valinn er. Dæmi um stílsíður er Áfangaskóli – Stúdentspróf, Áfangaskóli – án meðaltals og Bekkjaskóli.
Myndin að neðan er prófskírteini með stílsíðu Áfangaskóli – án meðaltals. Notandi hægrismellir á síðunni og velur að prenta. Þá eru prófskírteini prentuð á prentara.