Nemandi er valinn eins og sýnt var að ofan. Valið er að segja nemanda úr námi. Notandi tilgreinir dagsetningu úrsagnar, ástæðu og skráir athugasemd. Að lokum er úrsögn staðfest með því að ýta á hnappinn Segja úr námi. Þá er stöðu allra áfanga breytt í Úrsögn, lokadagsetning skráð á hópa nemanda og tölvupóstur sendur til kennara og umsjónarkennara nemanda. Færsla er skráð á úrsagnarferil nemanda, þar sem birt er dagsetning úrsagnar, ástæða og athugasemd (sjá kafla Nemandi úrsögn að ofan).
Endurinnrita nema sem hefur sagt sig úr skóla. Nemandi fer aftur í stöðuna Í námi og er gerður virkur. Hann er settur aftur á brautir sem hann var í þegar hann sagði sig úr skólanum.
Prenta út staðfestingu á skólavist. Birtir nafn, kennitölu, skóla, braut og annir sem nemandi hefur stundað nám á.