Úrsögn úr áfanga og námi

Hægt er að segja nemendur úr einstökum áföngum eða úr námi. Þegar nemandi segir sig úr áfanga þá er staða áfanga breytt í Úrsögn, úrsagnardagsetning skráð á nemanda í þeim áfangahóp sem hann var í og að lokum er sendur tölvupóstur til kennara nemanda í þeim áfanga sem hann segir sig úr. Ef nemandi segir sig úr námi er stöðu allra áfanga breytt í Úrsögn, úrsagnardagsetning skrá á nemanda í öllum þeim áfangahópum sem hann tilheyrir og að lokum sendur tölvupóstur til kennara allra áfangahópa sem nemandi var í og einnig til umsjónarkennara nemandans.

 

Nemandi er valinn eins og sýnt er á myndinni að neðan. Valið er annaðhvort úrsögn úr námi eða úr áfanga í línu nemanda.