Í hlutverkinu Áfangaskóli eru ýmsar vinnslur og listar. Þar er hægt að fá yfirlit yfir nemendur sem uppfylla ekki undanfara- og samhliðareglur, eyða út vali nemenda sem komst ekki í töflu, breyta stöðu margra nema í einu, meðhöndla umsjónarnema og útbúa valblöð, einkunnablöð og einkunnalista.
Birtir lista yfir nemendur sem uppfylla ekki undanfarareglur fyrir önn. Í listanum er birt nafn, kennitala, braut, upplýsingar um undanfarann og upplýsingar um áfangann sem brýtur undanfararegluna. Ef nemandi er t.d. með stöðuna Ólokið í DAN203 á valinni önn en féll í DAN103 þá kemur hann í þessum lista. Hægt er að senda nemanda eða umsjónarkennara hans póst með því að smella á krækju.
Birtir lista yfir nemendur sem uppfylla ekki samhliðareglur fyrir önn. Í listanum er birt nafn, kennitala, braut, upplýsingar um samhliða áfangann og upplýsingar um áfangann sem brýtur samhliðaregluna. . Hægt er að senda nemanda eða umsjónarkennara hans póst með því að smella á krækju.
Áfangar í stöðunni Áætlun eru settir í stöðuna Staðfest val. Áfangar í stöðunni Staðfest val eru settir í töflur.
Staðfest val er tekið af hópi nemenda. Nemendur eru valdir eftir nafni, kennitölu, braut, stöðu eða undirskóla. Nemendur birtast í valboxi, þeir nemendur sem taka á staðfest val af eru færðir yfir í hægra boxið og svo smellt á Uppfæra. Gott er að nota þessa leið til að taka staðfest val af nemendum sem hættu námi eftir að búið var að staðfesta valið. Svo er hægt að fara í Áfangaskóli – Gera nemendur óvirka. Þar eru nemar sem ekki hafa staðfest val gerðir óvirkir og brautum þeirra lokað.
Eyða út vali nemenda fyrir önn þar sem val komst ekki í töflu. Áföngum í stöðunni Áætlun og Ólokið er eytt af námsferlum þar sem nemandi er ekki í hóp.
Hér er hægt að breyta stöðu hjá mörgum nemendum í einu. Nemendur eru valdir í lista eftir stöðu og/eða braut og nýja staðan er tiltekin. Þeir nemendur sem fluttir eru yfir í hægra boxið fá nýju stöðuna.
Hérna er hægt að skoða umsjónarkennara og fjölda umsjónarnema. Hægt er að smella á fjöldatöluna til þess að skoða umsjónarnemana. Einnig er hægt að breyta umsjónarnemum kennara með því að smella á breyta. Nemendur eru valdir í lista eftir braut, áfanga, kyni, undirskóla og hvort þeir séu nýnemar eða ekki. Þeir nemendur sem fluttir eru í hægra boxið verða umsjónarnemar kennarans. Hér er líka hægt að eyða umsjónanemum með því að færa þá yfir í vinstra boxið.
Afrita umsjónarnema á milli anna. Virkir nemar eru settir sem umsjónarnemar hjá sama kennara og á þeirri önn sem afritað er frá.
Prenta út valblöð nemenda sem afhend eru nemendum á valdegi svo að þeir geti séð hvaða áfanga þeir eiga að fara í á næstu önn, á blaðinu eru línur þar sem hægt er að skrá inn breytingar á vali. Hægt er að velja nemendur eftir stöðu, umsjónarkennara, nafni og/eða kennitölu.
Hér er hægt að prenta út einkunnablöð allra virkra nemenda í skóla eða valinna nemenda. Hægt er að velja nemendur eftir nafni og kennitölu nemanda, stöðu nema, önn, hvort nemandi er virkur og umsjónarkennara nema. Stílsíða segir til um útlit einkunnablaðanna. Dæmi um stílsíður eru: bekkjaskóli, áfangaskóli og námsferill. Sjá nánar í Kafla 12.6.
Í einkunnalista er hægt að fá útprentuð einkunnablöð þar sem kennarar geta handfært inn einkunnir nemenda. Sjá nánar í Kafla 12.7.
Nemendur sem ekki eru með staðfest val á viðkomandi önn eru gerðir óvirkir og brautum þeirra lokað