Í flipanum áfangar er birt hvaða áfangar tilheyra brautinni, á hvaða önn/ári þeir eru teknir skv. eðlilegri námsframvindu, hvaða uppbyggingarflokki (sjá 4.4.5) þeir tilheyra og hvort þeir eru kjarni, kjörsvið eða val. Hægt er að smella á áfangakóda og fá upplýsingar um áfangann sjálfan. Með því að velja Breyta áfanga er hægt að breyta skilgreiningu hans á brautinni eða eyða honum af brautinni. Áfangi er nýskráður á braut með því að velja Nýskrá táknið neðst í flipanum.