Skilgreina þarf upplýsingar um þá áfanga sem eiga að fara í töflu.
Fjöldi tíma á viku: Fjöldi tíma sem hópur áfanga á að fara í stundatöflu
Fjöldi nemenda: Fjöldi nemenda í hóp í áfanga (til að gera tillögu um hópafjölda)
Tegund stofu: Allar stofur þurfa að tilheyra ákveðinni tegund: t.d. almenn stofa, enskustofa.
Fjöldi samfelldra tíma (áfangaskólar): Ef fjöldi er 2 þá reynir kerfið að setja áfangann í stokk sem hefur að minnsta kosti einu sinni tvo samfellda tíma. Sett er talan 1 ef allir tímar eiga að vera stakir. Nánar er fjallað um samfellureglu þegar farið er í að leggja stofntöflu sjálfvirkt. Autt í fjöldi samfelldra tíma þýðir það sama og talan 1, þ.e. allir tímar stakir.
Fjöldi samfelldra tíma (bekkjaskólar): Fjöldinn segir til um fjölda 2 tíma samfella í stundatöflu áfanga. Sem dæmi, ef fjöldi samfelldra tíma er 2, og fjöldi tíma fyrir áfanga er 6, þá er áfanginn lagður sem 2 tvöfaldir tímar og 2 stakir. Autt í fjölda samfelldra tíma þýðir að allir tímar eru stakir.
Allir áfangar sem á að kenna á önninni þurfa að vera í boði (Önn – áfangar í boði)
Ef áfangi er ekki í boði þarf að tengja áfangann inn á önnina með því að nota krækjuna “Tengja nýja áfanga”: