Þegar raðað er í töflu fyrir bekkjaskóla er hægt að velja að raða eftir bekkjum, kennurum eða sambúum. Valinn er t.d. bekkur úr fellilista og smellt á hnappinn Ná í gögn. Við það birtist tafla bekkjarins í svæðið til hægri á myndinni að neðan og upplýsingar um hópa bekksins í töflunni til vinstri.
Litamerkingar í töflu að neðan:
Rautt Valáfangar, læstir og ólæstir
Grænt Handlagðir áfangar, læstir og ólæstir
BláttGrænt Vélrænt lagðir áfangar
Leggja sambúa í töflu
Ef farið er í sambúa þá má fá lista yfir þá sambúa sem skilgreindir eru í Forsendur-Hópar-Sambúar. Birtir eru þeir sambúar sem skilgreindir eru undir dálk Hópur 1 í sambúatöflu. Valinn er sambúi úr listanum og náð í gögn með því að ýta á hnappinn neðst í myndinni.
Birtar eru upplýsingar um sambúa, hve oft þeir eru í viku, hve oft þeir eru komnir í töflu og hve marga vantar í töflu. Fyrir neðan töfluna eru birtar samtölur, hve marga sambúatíma alls á eftir að leggja, notar af tímum segir til um hversu marga töflutíma þarf til að leggja sambúana, lausir tímar í töflu segir til um hversu margir opnir töflutímar eru til umráða (gulir).
Hægt er að loka röðum í töflunni með því að velja röð númer úr fellilistanum og síðan smella á læsa. Áfangar eru ekki lagðir sjálfvirkt niður í læsta röð. Hægt er að opna og loka einstaka tímum með því að hægri smella með músinni á töflutíma
Að lokum er valið að leggja sambúana vélrænt í töflu með því að velja hnappinn Leggja töflu. Niðurstaðan birtist þá á skjánum eins og sýnt er að neðan. Þeir sambúar sem tekst að koma í töflu eru teknir úr listanum vinstra megin í myndinni, hér er taflan tæmd og því allir sambúarnir komnir í stundatöflu.
Leggja kennara í töflu
Hægt er að leggja töflu vélrænt eftir kennurum. Þá er best að byrja á kennurum sem hafa fáa lausnarmöguleika, þ.e. mismunur á fjölda tíma sem kennari á að kenna og fjölda lausra töflutíma er lítill. Hægt er að læsa fyrir síðustu tíma dagsins til þess að gera kennaratöfluna betri og minnka hættu á götum í töflu. Að lokum er valið að Leggja töflu.
Tafla kennarans er birt, sjá litamerkingar að ofan. Þeir hópar sem komast ekki í töflu verða eftir í töflunni vinstra megin á myndinni. Hægt er að keyra töfluna aftur og sleppa þá læsingu á tíundu röðinni, þá tekst að koma síðasta hópnum niður.
Leggja bekki í töflu
Einnig er hægt að leggja töfluna niður eftir bekkjum. Þá er best að byrja á bekkjum með mikið val, sem oft eru elsti árgangur skólans. Hér er búið að leggja fyrst valáfanga og erfiða áfanga handvirkt niður og sambúa vélrænt niður. Það eru því bara kjarnaáfangar, sem allur bekkurinn situr saman í sem eiga eftir að fara í töflu. Hægt er að læsa tímum til að minnka hættu á götóttri töflu. Athuga þarf að fjöldi lausra tíma í töflu þarf alltaf að vera meiri eða jafn og fjölda tíma eftir, annars er ekki hægt að koma öllum tímum í töfluna.