Handvirki hlutinn (bekkjaskóli)

 

Eftirfarandi aðgerðir þarf að framkvæma handvirkt í stundatöfluhlutanum áður en farið er að leggja vélrænt í töfluna.

 

·         Útbúa tímatöflu (Forsendur – tímatafla, Kafli 17.5.1)

 

·         Vinna með hópa (Forsendur – hópar, Kafli 17.5.4). Athugið að hægt er að raða eftir dálkum í myndinni með því að “klikka” með músinni á dálkafyrirsögnina. Athuga að allir hópar sem á að kenna séu til með því að setja * í valsvæðið. Ef vantar hópa í hópalista þá þarf að stofna hópana sbr. 17.2.6 að framan.

 

o        Setja kennara á alla hópa. 

 

o        Athuga að sama stofan sé ekki á of mörgum tímum svo hægt sé að finna lausn. Ekki binda stofu nema kenna verði viðkomandi hóp í stofu (nota frekar tegundir sbr. 17.2.1-2) þar sem stofubindingar minnka lausnarmöguleika.

 

o        Skilgreina sambúa, þ.e. hvaða áfangahópar fara saman í tíma í stofntöflu.

 

 

·         Setja læsingar á kennara, stofur og stundatöflu (skóla) þar sem loka á tímum. Ef t.d. kennari hefur læsingu á mánudagsmorgni þá eru hans kennslutímar ekki settir á mánugsmorgun. (Læsingar – kennarar/stofur/stundatafla, Kafli 17.5.7-9)

 

·         Leggja handvirkt áfanga – kennara  þar sem ákveðið er hvernig á að kenna áfanga (Stundatafla – áfangar / kennarar, Kafli 17.5.10-11) og á ekki að raða sjálfvirkt inn í töflu.