Viðmót Innu

Þegar notandi hefur skráð sig inn birtast upplýsingar um hann í haus kerfisins ásamt flýtileiðunum stundatöflu og almanaks. Hlutverk sem notandi hefur aðgang að birtast í vallista. Undir hverju hlutverki eru ein eða fleiri vinnuleiðir. Ef notandinn er kennari birtist stundatafla hans í vinnusvæðinu, annars birtist almanak fyrir viðkomandi mánuð. Ef kennari er ekki með virka töflu, t.d. ef Inna er opnuð þegar engin önn (skólaár) er virk er hægt að velja dagsetningu í svæðinu fyrir neðan töfluna og fá stundatöfluna eins og hún var þá. Nánari lýsing á stundatöflunni er í kafla 2.

 

Allt viðmót kerfisins er samræmt. Þannig eru allar listamyndir byggðar eins upp. Sama á við um uppfærslumyndir, nýskráningamyndir og yfirlitsmyndir. Hér á eftir er helstu aðgerðum og tegundum mynda lýst.