Valbox eru notuð við fjöldaskráningu. Það á til dæmis við um þegar nemendur eru skráðir í bekk, þegar áfangar eru tengdir önn, þegar stofur eru tengdar önn og þegar bækur eru skráðar á bókalista áfanga. Notandi fær mynd eins og sýnd er hér á eftir. Vinstra boxið geymir þær færslur sem hægt er að velja úr, hægra boxið geymir þær færslur sem notandi hefur valið að skrá. Notandi getur valið færslur úr vinstra boxinu, eina og eina eða margar í einu, og flutt þær yfir í það hægra. Eins getur notandi valið færslur úr hægra boxinu og fært þær í það vinstra ef hann ákveður að hætta við skráningu færslu. Þegar notandi hefur lokið vinnslu er valið að uppfæra, og þar með eru færslur í hægra boxi skráðar. Myndin að neðan sýnir valbox þegar stofur eru tengdar önnum, þ.e. þegar verið er að ákveða hvaða stofur á að nota til kennslu á viðkomandi önn.