Athuga þarf að val nemenda sé rétt.
Telja saman val nemenda, fjöldi valinna áfanga per nemanda (listar – valtalning – valtalning) sjá kafla 15 í hjálpinni.
Keyra þarf undanfara og samhliða (áfangaskóli – undanfari og áfangaskóli – samhliða) til að sjá hvaða nemendur uppfylla ekki undanfara og samhliða áfanga. Þennan verklið verður að keyra eftir að fyrri önn er lokið.
Í vali nema þarf eftirfarandi að gilda:
Aðalval og varaval sé rétt. Röð vals hefur áhrif á í hvaða röð reynt er að setja nema í áfanga í varavali. Forgangur þýðir að nemandi verður að fá val og þá er byrjað að reyna að koma því vali niður óháð valröð. Staða vals þarf að vera “Staðfest val”. Þegar nemi er settur í hóp í lok töflugerðar er staðan sett “ólokið” sjálfvirkt af kerfinu. Ef nemandi er tekinn úr hóp verður staða hans aftur “Staðfest val”.