Athugið að hjálp Innu veitir góðar upplýsingar um aðgerðaröð t.d. við töflugerð og fleira.
Ef villa kemur upp í vef Innu aftur og aftur og villan virðist ekki vera í samræmi við þá aðgerð sem framkvæmd var er alltaf gott að prófa að slökkva á vafranum og reyna aftur.
Hér á eftir er listi yfir helstu vandamál sem hafa verið að koma upp og lausnir á þeim.
Vandamál |
Lausn |
3 og 4. máls áfangar koma í námsferil nemanda í stað þýsku, frönsku, ítölsku o.fl. |
Þá er eitthvað að í skilgreiningu á áföngum
|
Af hverju biður Inna alltaf um undanfara við skráningu á námsferli þó svo að undanfari sé til í stöðunni metið |
Þá vantar væntanlega byrjunar- og/eða endadagsetningar á önnina. Ath. matsönn þarf ekki að standa yfir nema í 1 dag t.d. Matsönn2003 stendur yfir milli 1.1.2003 og 2.1.2003 |
Af hverju birtast matsannir sem valmöguleiki þegar ég er að uppfæra námsferla nemenda |
Matsönnin er ekki rétt skilgreind
|
Af hverju eru áfangar á liðnum önnum í stöðunni ólokið |
Þá á eftir að ljúka áfanganum. Gert með því að reikna einkunn og reikna svo lokaeinkun eða með því að fara inn í einkunnaflipa nemanda og breyta
|
Af hverju eru tvær umsóknir fyrir sömu kennitölu |
Umsóknin hefur verið slegin inn tvisvar. Hægt er að eyða umsókn ATH ekki eyða umsókn sem þú eða þinn skóli hefur ekki skráð
|
Af hverju get ég ekki prentað út próftöflu nemenda |
Svo að hægt sé að prenta út próftöflu einstaka nemanda þarf að vera búið að raða þeim í stofur. Það sama gildir um próftöflur kennara (þ.e. yfirsetu) |
Af hverju get ég ekki reiknað upp einkunnir á önninni sem er að ljúka |
Það er væntanlega vegna þess að endadagsetning annarinnar er liðin. |
Af hverju kemur námsgrein tvisvar á einkunnablaði/valblaði |
Það er vegna þess að einhver áfangi námsgreinarinnar er skráður sem skólasóknaráfangi. Aðeins áfangi sem metur skólasókn nemanda á önn (t.d. SKS101) á að vera skráður sem Skólasóknaráfangi. Hægt er að breyta þessu svona
|
Af hverju kemur önnin sem er í gangi núna ekki fram í töflubreytingum |
Það gæti verið búið að læsa önninni
Setja Nei í stillinguna Tafla læst og smella svo á breyta |
Af hverju kemur önnin sem er í gangi núna ekki sem sjálfgefin í töflubreytingum |
Læsa þarf þeim önnum sem eru loknar og eru að þvælast fyrir
Setja Já í stillinguna Tafla læst og smella svo á breyta |
Af hverju vistast breytingar í Hópar->Forsendur inn í stundatöflu hóps |
Forsendur->Hópar í stundatöfluforritinu er aðeins notað ÁÐUR en hópur er lagður í töflu. |
Áfangar ekki á námsferli nemanda. Sjálfvirkt val virkar ekki |
Hér getur ýmislegt komið til greina
Ef gildi var breytt þarf að fara í Önn->Áfangar í ferla eða uppfæra skv. brautarlýsingu í námsferli nemanda |
Afrita önn virkar ekki |
Önnur önn með sama einkenni er til fyrir. |
Bekkjarstofa fer ekki inn í stundatöfluforritinu |
Bekkjarstofur eru ekki notaðar heldur eru bara til upplýsingar (eins og er). Setja þarf stofu á hvern hóp í stundatöfluforritinu (Forsendur->Hópar) |
Bókalisti prentast ekki með stundatöflu í stundatöfluforriti |
|
Braut nemanda kemur ekki þegar prófskírteini er prentað út |
Nemandinn hefur þá ekki lokið nógu mörgum einingum til að fá að útskrifast af önninni.
|
Ekkert prentast út í stundatöfluforritinu |
Velja þarf Default Printer í Control Panel í Windows |
Enginn haus á valblöðum |
Heiti annar ekki skráð.
|
Enginn tölvupóstur berst um að áfangar í ferla sé lokið |
Það hefur væntanlega komið upp villa í keyrslunni en keyrslan getur tekið upp í 30 mín þannig að best er að bíða í ca. 30-60 mín eftir að aðgerðin klárist áður en reynt er aftur. |
Engir nemendur þegar reynt er að setja nemendur í hóp í gegn um vef Innu |
Nemendur þurfa að vera komnir með viðkomandi áfanga á námsferil og í stöðuna Áætlun eða Staðfest val |
Er hægt að breyta áfanganúmeri áfanga |
Nei, eina leiðin er að búa til nýjan áfanga og skipta honum út hjá þeim nemendum sem við á. |
Er hægt að breyta öllum nemendum í ákv. stöðu í aðra stöðu |
Með aðgerðinni Áfangaskóli->Br. stöðu nema getur þú breytt stöðu ákveðinna nema. |
Er hægt að færa einkunnir í feril hjá ákv. hóp t.d. DAN102 án þess að uppfæra ferla allra nemenda |
Nei það er ekki hægt |
Er hægt að loka aðgangi einstaka nemanda að Innu |
Já með því að setja fjölda tilrauna, í lykilorðaflipa í nemendamyndinni, sem meira en 4 |
Er hægt að upplýsingar um fjölda nemenda sem sem hefja nám á hverri önn og fjölda nemenda sem þreyta próf á hverri önn |
Til að fá lista yfir nemendur sem hefja nám á ákv. önn:
Til að fá upplýsingar um fjölda nemenda sem fara í próf:
|
Fæ ekki upp matsönn í skrá mat |
Önnin gæti verið læst (Sjá vandamál "Af hverju kemur önnin sem er í gangi núna ekki sem sjálfgefin í töflubreytingum" ) |
Forráðamenn koma ekki fram í fjarvistayfirliti |
Þeir forráðamenn sem ekki eru merktir sem slíkir í Innu koma ekki fram í þessum lista en koma fram í nemendalista. |
Get ég fundið alla nemendur sem luku ákv. áfanga á ákv. önn |
Vinnuleiðin Listar->Áföngum lokið getur skilað þessum upplýsingum með því að setja inn önn og áfanga/hluta úr áfangaheiti |
Get ég útskrifað nemendur áður en kennarar eru búnir að slá inn allar einkunnir |
Nei, vegna þess að um leið og nemandinn er útskrifaður verður hann óvirkur og því ekki hægt að skrá inn á hann nýjar einkunnir og ljúka áföngum |
Get ekki eytt áfanga af námsferli nemanda |
Ef villan "Færsla á undirfærslur" birtist þá er nemandinn kominn í hóp, á fjarvistir fyrir viðkomandi áfanga eða er kominn kominn með einkunnir í áfanganum (tómar einkunnir eru líka einkunnir). Best er að nota töflubreytingar til að eyða áfanganum ef þessi villa birtist. |
Get ekki skráð inn einkunnir á ákv. önn (Kennarar) |
Athugið
hvort önnin sé útrunnin
|
Get ekki tengt áfanga inn á önn (sett áfanga í boði á önn) |
Ef áfangi er ekki í gildi er ekki hægt að tengja hann inn á önnina. Hægt að laga þetta:
|
Getur áfangi verið án námsgreinar |
Nei, allir áfangar verða að tilheyra námsgrein |
Hreinsa hópa, núllstilla hópa |
Þetta er hægt að gera í stundatöfluforritinu
|
Hvað er lokaeinkunn(flutt í feril) í einkunnareglu |
Þessi stýring segir til um að þessi einkunn skráð eða reiknuð er sú einkunn sem á að fara í feril nemanda. Þetta er lokaniðurstaða úr áfanganum. Þetta á líka við um bekkjaskóla þó svo þeir noti haustannareinkunn, vorannareinkunn o.s.frv. Einkunnablöðin og prófskírteinin sjá til þess að réttar einkunnir birtist en það þarf að vera einhver ein lokaeinkunn á áfanganum, t.d. Lokaeinkunn. |
Hvað þarf að gera áður en nemendur fá aðgang að Innu |
Það þarf að
stofna þá í Innu í gegn um umsókn og búa til lykilorð fyrir þau með aðgerðinni
Einnig er æskilegt að búið sé að búa til námsferil fyrir þau(áfangaskóli) eða búið sé að setja þau í bekk(bekkjaskóli). Gott er líka að hafa stundatöfluna tilbúna fyrir næsta vetur |
Hvað þýðir fjöldi kennslustunda á áfanga |
Það stendur fyrir hversu oft (óháð tíma) á að kenna viðkomandi áfanga á viku |
Hvaða áfangar eiga að vera skólasóknaráfangar |
Aðeins áfangi sem metur skólasókn nemanda á önn (t.d. SKS101) á að vera skráður sem Skólasóknaráfangi. Hægt er að breyta þessu svona
|
Hvaða athugasemdir sjá nemendur |
Nemendur sjá ALLAR athugasemdir um sjálfa sig |
Hvaða hlutverk eiga kennarar að hafa |
Venjulegur kennari þarf engin hlutverk því hann getur nálgast allt í gegn um stundatöfluna sína. Sumir vilja að þeir geti skoðað allt um brautir, námsskrá, byggingar, stofur o.fl. og setja hlutverkið Skoða á alla kennara en það er ekki nauðsynlegt. Skoða hlutverkið inniheldur skoðunarmöguleika á eftirfarandi hlutum: Skólinn Byggingar Stofur Námsgreinar Önn Áfangar Brautir Bókaskrá Bækur áfanga Deildir Töflur kennara Töflur nema |
Hvaða hlutverk þarf töflusmiður að hafa |
Hlutverk í stundatöflukerfi eru:
|
Hvaða stöðu þarf áfangi að vera í svo að hann telji í töflugerð |
Hann þarf að vera í stöðunni staðfest val. Áfangar í stöðunni áætlun telja ekki og nemandi fær þá ekki í töflu. |
Hvar finn ég út meðaleinkunn nema |
Vinnuleiðin Listar->Ýmsir listar gæti hjálpað. |
Hvar get ég séð hvort og hvenær ákv. aðgerð var framkvæmd |
Dagbókin er notuð til að sjá hvort ákv. aðgerðir hafi verið framkvæmdar og þá af hverjum og hvenær. Ekki eru allar aðgerðir vistaðar þarna en þær mikilvægustu eins og breytingar á fjarvistum og einkunnum, allar breytingar á námsferli nemanda o.fl. Best er að leita eftir t.d. nemandanúmeri (nemandi_id) Dagbókin er geymd undir Umsjón->Dagbók Sett er inn tímabil og í lykil er t.d. hægt að setja nemandanúmer eða nafn á áfanga sem er verið að skoða. |
Hver fær póst ef nemandi segir sig úr áfanga/námi |
Umsjónarkennari fær alltaf póst og svo þeir kennarar sem kenndu þeim hópum sem nemandinn sagði sig úr. |
Hvernig bý ég til lykilorðalista fyrir nemendur, hvað gerir vinnuleiðin Umsjón->Lykilorðalisti |
Vinnuleiðin Umsjón->Lykilorðalisti smíðar NÝ lykilorð fyrir ALLA nemendur sem passa við leitarskilyrðin, ef já er í Útbúa ný lykilorð. Einnig er hægt að láta vinnuleiðina skila lista án þess að breyta lykilorðum nemenda, með því að setja Nei í Útbúa ný lykilorð. Að lokinni keyrslu er lykilorðalistinn sendur í tölvupósti á netfang þess notanda sem framkvæmdi aðgerðina. Ef breyta þarf lykilorði eins nemanda er betra að nota hnappinn Nýtt lykilorð inni í nemandamyndinni. |
Hvernig er hægt að losna við annir í boði undir Sjálfgefin önn við skráningu á mati/val áföngum |
Með því að læsa önnum:
|
Hvernig eru foreldrar/forráðamenn uppfærðir m.t.t. heimilisfangs o.fl. |
Á hverri nóttu er keyrð keyrsla sem uppfærir nemendur og foreldrar/forráðamenn, þar á meðal heimilisfang. Einnig tekur keyrslan þá foreldra/forráðamenn út sem hafa látist frá síðustu keyrslu. |
Hvernig eru skápar settir á nemendur |
Það eru 2 leiðir.
|
Hvernig eyði ég læsingum af kennara/stofu/töflu |
Hægt er að eyða læsingum á kennara á 2 stöðum
Einnig er hægt að nota stundatöfluforritið til að breyta/eyða læsingum á kennara/stofu/töflu
|
Hvernig fæ ég hægferð og hraðferð til að virka rétt |
Reglan hefur verið þannig fyrir hægferð með 3 áfanga og hraðferð með 2 áfanga. hægferð 102 - 212 - 202 hraðferð 103 - 203 212 hefur 102 sem undanfara 202 hefur 212 sem undanfara 203 hefur 103 sem undanfara 102 og 103 eru jafngildir 103 og 203 eru jafngildir 212 er jafngildur bæði 103 og 203 Einnig þarf að passa vel upp á að 102 og 103 séu með grunnskólaeinkunnir rétt skráðar þannig að nemandanum sé beint í réttan áfanga strax í byrjun. |
Hvernig fæ ég samtölu yfir fjölda eininga (lokinna eininga) á önn sem er að líða |
Listinn gögn til LÍN undir vinnuleiðinni Listar->Ýmsir listar gefur upp loknar einingar nemenda á önn. |
Hvernig færi ég nemendur á milli brauta/bekkja (Bekkjaskóli) |
Vinnuleiðin Færa nema færir nemanda milli allra hópa sem skilgreindir hafa verið sem bekkjarhópar en lætur aðra hópa eins og fyrir valgreinar vera. Besta leiðin til að færa nemanda milli þeirra hópa sem ekki eru færðir með Færa nema er að nota töflubreytingar |
Hvernig finn ég fjölda nemenda í ákv. áfanga |
Best er að
nota vinnuleiðina Listar->Ýmsir listar->Valtalning-Nemendur fyrir hvaða nemendur völdu hvern áfanga |
Hvernig finn ég hvar vantar hópa fyrir töflugerð |
Einfaldasta
leiðin er að sækja lista yfir stofnaða hópa með listanum |
Hvernig get ég breytt stöðu á öllum nemendum í ákv. stöðu eða á ákv. braut |
Með því að
nota vinnuleiðina |
Hvernig get ég eytt úr námsferli nemanda þó búið sé að skrá einkunnir, fjarvistir og hóp |
Nota töflubreytingar Það gæti verið að það þurfi að taka læsingu af önninni af þannig að hún birtist sem möguleiki í töflubreytingum. Það er gert svona:
Setja Nei í stillinguna Tafla læst og smella svo á breyta Athugið að breyta svo stillingunni á önninni aftur að lokinni töflubreytingu |
Hvernig get ég eytt út nemanda sem hefur verið slegin tvisvar inn í Innu |
Það er ekki hægt. Besta leiðin er að gera aðra færsluna óvirka, þ.e. gere nemandann óvirkan með því að setja nei í virkur í nemendamyndinni
|
Hvernig get ég fengið yfirlit yfir einkunn vegið meðaltal(Bekkjaskólar) |
Nota vinnuleiðina Listar->Einkunnadreifing |
Hvernig get ég fundið nemendur með óstaðfest val á ákv. önn |
Með því að
nota vinnuleiðina Í þennan lista koma allir nemendur með áfanga í stöðunni áætlun á þeirri önn sem beðið er um. |
Hvernig get ég sett ákv. hóp nemenda í ákv. áfanga |
Með því að nota vinnuleiðina Nemendur->Velja á hóp |
Hvernig get ég takmarkað þann aðgang sem nemendur fá að Innu |
Stýringar á skóla leysa þetta að mestu. Má nemandi breyta námsferilsáætlun - Nemandi má breyta námsferli, bæta við hann og henda út af framtíðarönnum Má nemandi sjá jafngildisáfanga - Ef nemandi má breyta námsferli má hann þá sjá jafngildisáfanga þess áfanga sem þegar er kominn á námsferil Lokað á nemendur - Lokað á námsferil og einkunnaflipa nemanda þannig að kennarar geti gefið einkunnir án þess að nemendur sjái, m.t.t. breytinga Lokað á stundatöflur - Lokað á stundatöflur kennara og nemenda, hentugt á meðan að á stundatöflugerð stendur |
Hvernig get ég tekið nemanda úr hóp eftir að töflugerð lýkur |
Nota töflubreytingar Það gæti verið að það þurfi að taka læsingu af önninni af þannig að hún birtist sem möguleiki í töflubreytingum. Það er gert svona:
Athugið að breyta svo stillingunni á önninni aftur að lokinni töflubreytingu |
Hvernig hendi ég staðfestu vali út úr Innu |
|
Hvernig læsi ég aðgangi nemenda að einkunnum |
|
Hvernig læsi ég aðgangi nemenda/kennara að stundatöflu |
|
Hvernig læt ég Innu setja nemendur sem falla í áfanga í sama áfanga aftur |
Þetta gerist sjálfkrafa þegar áfangi er settur í stöðuna fall EF hann er í undanfarakeðju. Annars þarf að keyra vinnuleiðina Önn->Áfangar í ferla |
hvernig næ ég út lista yfir útskriftarnema - með heimilisföngum |
Eina leiðin er að sækja lista yfir alla óvirka nemendur og svo lista yfir útskrifaða nemendur og tengja þá saman á kt. í Excel |
Hvernig sendi ég umsókn á varaskóla |
|
Hvernig skipti ég út áfanga sem nemendur eru komnir með í námsferil |
Besta leiðin
er að nota vinnuleiðina |
Hvernig útskrifa ég nemendur |
Vinnuleiðin Útskrift->Útskrifa útskrifar nemendur og gerir þá sem ekki eru með áfanga á framtíðarönnum og/eða braut sem þeir hafa ekki náð tilteknum einingafjölda óvirka en aðrir halda áfram að vera virkir. |
Hvernig virkar árekstrartaflan |
Árekstrartaflan er búin til út frá forgangshópum skv. Forsendur->Hópar Ef 1 hópur áfanga er skráður í forgang fer ALLUR áfanginn í forgang, þ.e. allir hópar áfangans. Þess vegna er gott að passa vel upp á þetta og setja einungis forgang á einhópa (þar sem aðeins 1 hópur er skráður). Ástæðan fyrir þessu er þessi: Tökum dæmi um DAN102 sem hefur 2 hópa og ENS102 sem hefur 2 hópa og 3 nemendur sem hafa valið DAN102 hafa líka valið ENS102. Ef DAN102 er settur í forgang þá fara báðir hóparnir í forgang og allir nemendur sem valið hafa DAN102 verða að komast í alla hópa áfangans. Vegna þess að 3 nemendur hafa valið báða áfangana er ekki hægt að leggja ENS102 hópana á sama stað og DAN102 hópana og möguleikar í stundatöflugerð hafa rýrnað töluvert. Ef enginn hópur er í forgangi verður ekki til árekstrartafla |
Hvernig virkar hlutverkasafn |
Hlutverkasafn er safn hlutverka sem sett eru á starfsmenn. Ef hlutverkasafninu er breytt eftir að það er sett á starfsmann uppfærist starfsmaðurinn ekki því það sem gerist er að öll hlutverkin sem tilheyra hlutverkasafninu eru sett á starfsmanninn en ekki hlutverkasafnið sem slíkt. |
Hvernig virkar stillingin færa í öðrum hópum í Raða í Hópa |
Raða í hópa reynir að finna betri lausn á töflu nemanda en ef forritið finnur ekki betri lausn hættir það við. Þannig að ef nemandi er kominn í hóp í ákv. áfanga þá er reynt að setja nemandann í annan hóp í sama áfanga en nemandinn er aldrei tekinn út úr hóp og settur í hóp í öðrum áfanga í staðinn |
Hvernig virkar vinnuleiðin Áfangaskóli->Gera nema óvirka |
Þegar valin er önn tekur vinnslan aðeins þá nemendur sem tilheyra sama undirskóla og önnin þannig að ef nemandi sem tilheyrir dagskóla er ekki með neitt val í dagskóla heldur bara í kvöldskóla þá er hann líka gerður |
Hvernig virkar vinnuleiðin Bekkjaskóli->Flytja upp (Bekkjaskóli) |
ATH. Fylgið aðgerðaröð á síðunni. Vinnuleiðin færir nemendur á ákv. skólaári og/eða braut upp um skólaár eða á aðra braut. Hægt er að velja hverjir færast og hverjir ekki |
Kemst ekki inn í töfluforrit, tilkynning um að notandanafn og lykilorð sé ólöglegt |
Ef þú kemst inn í Innu en ekki inn í töfluforritið þá gæti verið að þú hafir ekki aðgang að töfluforritinu (sjá vandamál "Hvaða hlutverk þarf töflusmiður að hafa") |
Kerfið leyfir ekki innsetningu á áfanga, segir alltaf að áfangi sé til fyrir á námsferli nemanda |
Áfanginn er til á námsferli nemanda. Athugið vel námsferil nemandans, áfanginn gæti líka verið stilltur þannig að hann komi ekki fram á námsferli
|
Koma nemendur með umsókn ennþá í stöðunni í vinnslu fram í hópalistum |
Nei vegna þess að hópatalning fer fram skv. námsferli og nemendur sem ekki hafa verið samþykktir inn í skóla eiga ekki námsferil. |
Leggja í stofntöflu virkar ekki, ekkert gerist þegar smellt er á Hefja vinnslu |
Gátlisti
Lokakeyrsla keyrir allt niður óháð tímafjölda (eða reynir að koma því fyrir) |
Lokaeinkunn nemanda reiknast ekki |
|
Mat ekki tekið gilt þó búið sé að slá það inn |
Gæti verið að það vanti dagsetningar á önnina sem matið var slegið inn á |
Næ ekki sambandi með töfluforriti, fæ villuna Athugaðu að Borland Socket Server sé í gangi |
Villan liggur í því að töfluforritið nær ekki sambandi við þjóninn. Aðgerðalisti:
|
Nemendur í P og U vali fara ekki í hópa |
Það þarf að
keyra vinnuleiðina Vinnslan stofnar aðeins P/U hóp þar sem þess er þörf |
Nemendur og kennarar fá alltaf tilkynninguna að stundatafla sé lokuð |
Stundataflan er þá lokuð í stýringum á skóla (sjá vandamál "Hvernig læsi ég aðgangi nemenda/kennara að stundatöflu") |
Nöfn nemenda og kennara |
Nöfnin eru tengd þjóðskrá og er ekki hægt að breyta þeim ef kennitala finnst í þjóðskrá |
Of margir dagar í stundatöflugerð og töflubreytingum |
Fjöldi töfludaga er ekki réttur
|
Próftöfluforritið birtir aðeins þrjá flipa þegar búið er að hlaða inn gögnunum |
|
Sækja lista yfir foreldra/forráðamenn ólögráða nemenda |
Þetta er hægt að gera með því að gera kennitöluleit í nemendalista.
|
Samhliða áfangar koma ekki saman á önn hjá nemanda |
Athugið hvort nóg pláss sé hjá nemandanum fyrir sjálfvirku vinnsluna þannig að hún geti sett þá inn.
|
Senda mat sendir ekki mat sem slegið hefur verið inn |
Þegar mat er sent úr einum skóla í annan eru aðeins teknir með áfangar í stöðunum Féll, Féll á önn og Lokið. Metnir áfangar verða að koma frá upprunaskóla og eru því metnir inn í nýja skólan á þeirra forsendum. |
Sjálfvirk uppfærsla námsferla setur ekki inn áfanga á önn |
Gæti verið að áfangar séu ekki í boði eða önnin hafi ekki byrjunar- og endadagsetningu. |
Stofa sem nota á í stundatöflugerð birtist ekki en er skráð í Innu |
Stofan þarf
að vera í boði á önninni. |
Villa kom upp við lestur í stofntöflu - stofuskrá. - Mjög alvarleg villa. |
Endurræsa stundatöfluforritið |
Villa kom upp við lestur í Stofntöfluskrá |
Endurræsa stundatöfluforritið |
Villa þegar reynt er að aftengja áfanga. Villa þegar áfangi er tekinn úr boði |
Einhver nemandi er kominn með áfangann í val. Hægt að skoða það í Hópar->Hópaskipting, með því að leita að áfanganum og smella á fjöldatöluna fyrir heildarfjölda nemenda |
Yfirlitstöflur birtast ekki |
Ef skólinn er stór getur tekið nokkurn tíma að birta gögnin. |