Hægt er að breyta eða eyða gögnum í listamynd eða opinni flipamynd. Núverandi gögn eru birt, notandi breytir atriðum og uppfærir færsluna eða eyðir færslunni. Myndin hér á eftir sýnir uppfærslumynd í Innu. Þegar viðkvæmum gögnum er eytt eða breytt, eins og t.d. atriðum varðandi nemendur eru breytingar skráðar á dagbókarskrá (sjá dagbók 14.3), þar er hægt að rekja allar breytingar sem gerðar hafa verið á færslum.