Tegundir

Í Tegundum er haldið utan um allar stýringar fyrir skólann. Umsjónarmaður kerfis í hverjum skóla sér um tegundir. Tegundir þarf að stofna áður en vinnsla í kerfinu hefst. Dæmi um tegundir eru t.d.

·         Tegund stofu (Almenn, verkleg)

·         Tegund áfanga (Almennur, Hraðferð)

·         Tegund starfsmanns (Kennari, Ritari)

 

Hér er haldið utan um þær tegundir atburða sem hægt er að skrá á almanak. Skráð er hvort mætingaskylda er á viðkomandi tegund atburðar. Þannig er t.d. mætingaskylda á þemadaga en ekki á óveðursdag.

 

 

 


Hér er listi yfir tegundir áfanga. Þessar tegundir eru síðan notaðar þegar áfangar eru skráðir í kerfið. Hægt er að breyta nöfnum áfanganna með því að ýta á tegund áfanga og bæta við nýjum með því að ýta á Nýskrá táknið.

 

 

 

Hér er listi yfir allar tegundir prófa. Tegundir prófa er notað þegar áfangi er skráður. Dæmi um tegundir prófa er ritgerð, jólapróf o.s.frv. Hægt er að breyta nöfnum með því að ýta á heiti og bæta við nýjum með því að ýta á Nýskrá táknið.

 

 

 


Hér er listi yfir tegundir starfsmanna. Tegund starfsmanna er notuð við skráningu starfsmanna. Hægt er að bæta við tegund  með því að ýta á Nýskrá táknið eða breyta með því að ýta á heiti.

 

 

 

Hér er haldið utan um tegundir stofa. Tegund stofu er notuð við skráningu áfanga til þess að vita í stundatöflugerð hvers konar stofu áfangi þarf. Hægt er að bæta við tegund með því að ýta á Nýskrá táknið og breyta eða eyða með því að ýta á tegund stofu.

 

 

 


Hér er haldið utan um tegundir anna. Tegund anna er notað þegar annir eru nýskráðar í kerfið. Hægt er að breyta eða eyða tegund annar með því að ýta á kóði eða bæta inn nýjum með því að ýta á Nýskrá táknið.

 

 

 

Hér er haldið utan um þær tegundir gjalda sem hægt er að leggja á nemendur. Hægt er að breyta eða eyða tegund með því að ýta á heiti og bæta við tegund með því að ýta á Nýskrá.

 

 

Hér er haldið utan um þær tegundir úrsagna sem hægt er að velja um þegar verið er að segja nemanda úr áfanga eða námi.  Hægt er að breyta eyða eyða tegund með því að ýta á lýsingu úrsagnar og bæta við tegund með því að ýta á Nýskrá.

 

 


Hér er haldið utan um tegundir forfalla sem notað er við forfallaskráningu. Haldið er utan um hversu mörg fjarvistarstig forföllin gefa og kódann fyrir þau. Hægt að breyta eða eyða tegund forfalla með því að smella á tegund forfalla og búa til nýja með því að ýta á Nýskrá.

 

 

 

Hér er haldið utan um tegundir fjarvista sem notað er við fjarvistaskráningu. Haldið er utan um hversu mörg fjarvistastig fjarvistir gefa og eru kódana fyrir þær. Hægt er að breyta eða eyða tegundum fjarvista með því að ýta á tegund fjarvista og hægt að bæta við nýjum með því að ýta á Nýskrá táknið.