Töfluforritið er keyrt er upp frá vinnustöð notanda eða staðarneti. Forritið notar sama gagnagrunn og vefkerfið og því er einungis hægt að nota það ef notandi er tengdur við gagnagrunninn. Til að notandi geti unnið í töfluforritinu þarf að veita honum aðgang að hlutverkum innan þess á sama hátt og gert er í vefkerfi. Hlutverk í stundatöflukerfi eru: Forsendur, Læsingar, Raða í töflu, Stokkakerfi, Stundatafla og loks Próftafla sem fjjallað verður um sérstaklega í kafla 18.