Hægt er að skoða töflu einstaka áfanga, leggja þá í töflu og færa til handvirkt. Þekkja má mismuninn á handvirkt lögðum áföngum og vélrænt lögðum á litnum. Áfangar sem lagðir eru handvirkt eru grængulir en vélrænt lagðir áfangar eru skærgulir. Áfangarnir á myndinni hér fyrir neðan eru allir handlagðir í töflu.
Ef farið er með hægri mús yfir áfangann kemur upp valgluggi þar sem hægt er að velja milli ýmissa aðgerða eins og setja nýjan kennara á hóp, taka kennara af hóp og breyta stofu hóps.
Til að setja hóp í stofntöflu er farið með bendilinn yfir hópinn í töflunni neðst á myndinni og hann er dreginn á þann tíma sem hann á að vera. Dálkurinn oft/viku segir hversu oft hópurinn á að vera í viku. Dálkurinn oft/töflu segir hversu oft hópurinn er þegar kominn í töflu. Það sama á við mínúturnar. Lengst til hægri í töflunni er birt staða hops, staðan getur verið ‘Í lagi’, ‘Vantar í töflu’ eða ‘Of oft í töflu’.
Hægt er að skella hóp handvirkt beint í stokk með því að fara með músina yfir hópinn í töflunni neðst og smella með hægri músarhnappi.