Stundatafla fyrir bekki er eins og áfangataflan að ofan. Hægt er að setja hópa í töflu með því að draga þá úr töflunni neðst í myndinni. Rauðir tímar eru læstir og er ekki hægt að hreyfa. Grængulir tímar eru handlagðir og eru ekki hreyfðir til af sjálfvirku töflugerðinni.