Þetta er upphafsmynd í stundatöfluforriti fyrir notendur með fullan aðgang.
Neðst má sjá hvaða undirskóli hefur verið valinn og á hvaða önn er verið að vinna. Kerfið kemur upp með þann undirskóla og önn sem síðast var unnið með. Hægt er að breyta upphafsstýringum eins og önn og undirskóla með því að fara í Aðgerðir efst í vinstra horninu.