Stundatöfluforrit sótt

 

Stundatöfluforritið er aðgengilegt frá vefkerfi Innu. Farið er í Hjálp Innu og undir Annað er valið að sækja töfluforrit. Þar sést útgáfunúmer töfluforritsins. 

 

 

 

Skráin er síðan sett á staðarnet eða vél notandans og henni “unzippað” . Til að ræsa upp töfluforritið er smellt á  UFFTAFLA. Athugið að setja þarf upp samskipti við gagnagrunn í fyrsta skipti sem forrit er keyrt upp frá vinnustöð (sjá 17.1.2.). Notandanafn og lykilorð í töfluforriti er það sama og í vefhluta Innu. Notandi þarf að hafa aðgang að einhverju hlutverki í stundatöfluforriti til að geta opnað það. Sama forritið er notað fyrir áfangaskóla og bekkjaskóla en vinnuleiðir eru þó ekki alltaf þær sömu.