Stofur (áfanga- og bekkjaskólar) 

 

Skilgreina þarf tegundir stofa (Tegundir – stofa) t.d. almenn stofa, tölvustofa

Allar stofur sem á að nota þurfa að hafa skilgreinda tegund.

Kerfið setur hóp í stofu af sömu tegund og er skilgreind á áfanganum ef ekki er sett föst stofa á hópinn. Mikilvægt er að reyna að nota tegundir stofa eins víða og hægt er í stað þess að festa stofu á hóp. Það eykur sveigjanleikann í stundatöflugerðinni.  Allar stofur sem á að kenna í þurfa að vera í boði á viðkomandi önn (Önn – stofur í boði).