Myndin geymir helstu upplýsingar um kennslustofur skólans. Í listanum er birt hversu margir nemendur komast fyrir í stofunum, hvar þær eru staðsettar og heiti þeirra. Til að sjá öll atriði sem geymd eru um stofu verður að velja að skoða eða breyta stofunni. Með Nýskrá tákni getur notandi bætt við nýjum kennslustofum. Upplýsingar um stofu eru notaðar við stundatöflugerð.
Þegar valið er að skoða stofu fáum við upp síðuna að neðan. Birtar eru upplýsingar um byggingu sem stofa tilheyrir, númer stofu (eða auðkenni), tegund stofu (ein af tegundum sem skóli hefur skilgreint), sérkenni stofu (t.d. án vasks), fjöldi sem stofa tekur, frávik frá fjölda, fjöldi nema sem stofa tekur í prófi, upplýsingar um staðsetningu lykilstofu innan húsrými skóla, hvort aðgengi er fyrir fatlaða og að lokum hvort stofa er í notkun (virk).