Þegar búið er að stofna bekki og bekkjahópa eins og lýst er í kafla 7 í hjálpinni, þurfa bekkjaskólar að stofna alla valgreinahópa og setja nemendur í þá. Valgreinahópar eru stofnaðir í vinnuleiðinni Hópar-hópaskipting.
Gerð er tillaga um fjölda hópa (fjöldi hópa áætlað) eftir því hve margir nemendur hafa valið áfangann og hve margir nemendur eiga að vera í hóp í áfanga (fjöldi nemenda í áfangaskilgreiningu ræður tillögu um fjölda hópa). Ef ýtt er á stofna þá stofnast sá hópafjöldi sem er í fjöldi hópa áætlað. Hægt er að breyta hópum (bæta við og eyða) með því að velja hópar.
Þegar búið er að stofna hópa þarf að skipta nemendum niður á hópana. Það er gert með því að smella á krækjuna Hópar í myndinni að ofan. Þá birtist myndin að neðan þar sem hægt er að velja að setja nemendur í hóp eða breyta nemendum hóps (krækja Nemendur-Breyta)
Hægt er að velja nemendur í hópana eftir bekkjum eða kyni eins og sýnt er á myndinni að neðan.