Stofna þarf hópa fyrir alla áfanga þ.e. hver áfangi þarf að hafa réttan hópafjölda (Hópar – hópaskipting). Athugið að nemar eru ekki settir í hópa fyrr en síðast í töflugerð fyrir áfangaskóla. Hægt er að sjá hve margir nemendur hafa valið áfanga í aðalvali og varavali og hvaða nemendur hafa valið áfangann.
Gerð er tillaga um fjölda hópa (fjöldi hópa áætlað) eftir því hve margir nemendur hafa valið áfangann sem aðalval og hve margir nemendur eiga að vera í hóp í áfanga (fjöldi nemenda í áfangaskilgreiningu ræður tillögu um fjölda hópa). Ef ýtt er á stofna þá stofnast sá hópafjöldi sem er í fjöldi hópa áætlað. Hægt er að breyta hópum (bæta við og eyða) með því að velja hópar.
Einnig er hægt að fá lista yfir fjölda nemenda sem valið hafa áfanga í vinnuleiðinni Listar-Valtalning-áfangar (sjá kafla 15 í hjálpinni).