Sýna 

Starfsmenn

 

Hlutverkið starfsmenn geymir upplýsingar tengdum starfsmönnum skólans. Þar er hægt að skrá almennar upplýsingar um starfsmann, eins og heimilisfang, starfsmannanúmer, símanúmer og fleira. Einnig er hægt að skrá fjarvistir starfsmanna, séróskir þeirra, hvaða greinar þeir kenna. Að neðan er hverri vinnuleið í hlutverkinu lýst.

 

Vinnuleiðin starfsmenn geymir helstu upplýsingar um starfsmenn skólans. Á myndinni má sjá lista yfir alla starfsmenn sem byrja á Je. Til að fá lista yfir starfsmenn skólans þarf að nota leitina. Ef notandi hefur umsýsluaðgang að kerfinu fær hann upp nýskráningar tákn og getur þá bætt við starfsmönnum.