Skrá mat

Hér er hægt að skrá matsáfanga á nemendur. Nemandi er valinn með því að smella á nafni nemanda í myndinni að neðan.

 

 

Myndin að neðan sýnir hvernig matsáfangar eru skráðir. Skráð er: Skóli sem áfangi er metinn frá, önn sem áfangi fer inn á, áfanginn, einkunn (ef vill), athugasemd og dagsetning sem áfanga var lokið. Ekki er hægt að skrá inn matsáfanga ef þeir eru til fyrir á námsferlli nemanda í stöðunni Metinn, Lokið eða Ólokið. Hægt er að skrá 15 áfanga í einu. Að lokum er skráning staðfest með því að ýta á nýskrá hnappinn.

 

Senda námsferil nemanda til annars skóla.  Velja nema sem senda á feril fyrir.

 

 

 

Svo virtist valbox, þeir áfangar sem senda á milli skóla eru valdir og því næst er smellt á Senda mat.

Sækja mat sem annar skóli hefur sent.  Önn(sjálfgefin) er sú önn sem matið verður skráð á.

 

 

Þegar nemandi hefur verið valinn er farið í skráningamynd þar sem hægt er að skrá matið.  Í myndinni birtast upplýsingarnar um ferilinn frá skólanum sem sendi matið, s.s. áfangi, skóli, einkunn, einingar og staða áfanga.  Því næst er svæðið Metið þar sem kemur fram hvort nú þegar sé búið að meta áfangann fyrir nemandann.  Svo á að velja Já í svæðið Meta fyrir þá áfanga sem á að meta og skrá viðeigandi svæði fyrir færsluna.  Frá hvaða skóla matið kom, á hvaða önn á að skrá áfangann, hvað hann heitir í okkar skóla o.s.frv. 

 

 

Skipta einum áfanga út fyrir annan á námsferlum nema sem hafa stöðun Áætlun.

 

Velja áfanga á hóp nemenda.  Fyrst eru áfangarnir sem skrá á á hóp nemenda settir inn.  Svo er hópur nemenda valinn.  Því næst eru þeir nemendur sem eiga að fá áfangann færðir yfir í hægra boxið í valboxinu og skráning staðfest.

 

 

Nemandi er fundinn eftir nafni, nemendanúmeri eða kennitölu, önnin sem breyta á töflu fyrir er valin. Nemandinn er svo valinn úr lista.  Töflubreytingamynd nemanda birtist.