Skoða áfanga

Þegar valið er að skoða áfanga fær notandinn myndina að neðan. Fyrir ofan flipa eru birtar helstu upplýsingar varðandi áfangann. Síðan má skoða fleiri upplýsingar um áfanga með því að smella á flipana. Atriðum fyrir ofan flipa er breytt með því að smella á Breyta táknið í borða efst í mynd. Hægt er að búa til nýja útgáfu af áfanganum með því að ýta á táknið Ný útgáfa (sjá 4.2.8).

 

 

Í flipanum Nánar, eru geymdar ýmsar stýringar fyrir viðkomandi áfanga.

Tegund prófs                  Hvers komar próf, t.d. munnlegt, skriflegt, vefkefni.

Lengd prófs                   Lengd prófs í mínútum.

Hámark tilraunir             Hversu oft nemendur mega reyna við áfanga.

Földi nemenda               Takmörkun á fjölda nemenda sem fá að fara í áfanga. Notað t.d.  fyrir verklega áfanga, þar sem aðstaða er fyrir ákveðinn hóp nemenda.

Frávik fj. Nemenda         Hversu mikið frávik má vera á fjölda nemenda í áfanga.

Efstu mörk                    Hversu margir nemar mega fara í áfanga mest.

Á námsferil                    Hvort áfangi fari á námsferil nemenda.

Í fjarvistaferil                   Hvort teknar eru fjarvistir í viðkomandi áfanga.

Tegund stofu                  Hvort áfangi þurfi tiltekna tegund af kennslustofum, t.d. verklega eðlisfræði.

Tegund áfanga               Tegund skilgreind af skóla, t.d. hraðferð, hægferð.

Fjöldi samfelldra tíma     Hversu margar samfellur eru í áfanga. T.d. ef er einn tími tvöfaldur af alls fjórum tímum, þá er skráð 1 samfella.

Fjölval                           Hvort velja má áfanga oft, t.d. íþróttir.

Grunnskólafag               Árangur í þessu grunnskólafagi er athugaður áður en áfangi er settur í feril nemanda. Þetta er notað til að stýra hraðferð og hægferð á nemendum.

Grunnskólaeinkunn frá    Lágmarksgrunnskólaeinkunn í grunnskólafagi til að fá áfanga í feril.

Grunnskólaeinkunn til     Hámarksgrunnskólaeinkunn í grunnskólafagi til að fá áfanga í feril.

Athugasemdir                Athugasemd ef einhver er við áfanga.