Raða í töflu – Raða í stofntöflu (áfangaskólar)

 


Hér er raðað sjálfvirkt í stofntöfluna það er hópar eru settir í töflu.

Hægt er að setja eftirfarandi skilyrði í keyrslunum:

 

Bestunarstig:               

Hægt er að hafa mismunandi bestunarstig þar sem 1 er lægst en 10 er hæst.Bestunarstigið

ákvarðar hversu oft er farið í gegnum töfluna (fjöldi ítrana).

 

Tímafjöldi stokka á viku:         

Ákvarða hvaða hópa á að reyna að leggja niður. Best er að byrja fyrst á hópum með flesta

tíma t.d. 6 tíma stokkum og enda á hópum með fæsta tíma.

 

Leggja eingöngu forgangshópa:

Ef merkt er við að leggja eingöngu forgangshópa þá er byrjað að reyna að koma þeim í töflu.

Æskilegt er að byrja að hafa merkingu á þessum dálki.

 

Eingöngu hóp í töflu ef stofa:

Ef merkt í þennan dálk þá er hópur settur í töflu eingöngu ef hægt er að útvega honum stofu.

Ef ákveðinn stofa er merkt á hóp þá skiptir þessi merking engu máli.

 

Hámarksfjöldi töflutíma: 

Hámarksfjöldi sem getur verið í töflu sama tíma, t.d. fjöldi stofa ef þær eru

 takmarkandi.

 

Einn hópur áfanga í sama stokk:        

Einungis einn hópur sama áfanga er settur í sama stokk. Það eykur líkur á að nemendur fái

lausn þegar þeir eru settir í hópana.

 

Leyfa árekstur einhópa:          

Leyfa árekstur milli einhópa. Ráðlagt að leyfa það ekki til að byrja með.

 

Nota samfelluregluna:            

Ef samfellureglan er notuð þarf að merkja á vef við alla áfanga hversu marga samfellda tíma á

að kenna í áfanga. Ef Fjöldi samfelldra tíma er 0 (autt) er það meðhöndlað eins og ef fjöldinn

er 1, þ.e. allir tímar stakir.

 

Athugið að best er að hafa skilyrðin þröng til að byrja með og keyra síðan aftur og

aftur með víðari skilyrðum.

 

 

Ef ýtt er á hvað er eftir að leggja í stofn kemur listi með þeim hópum sem ekki eru enn komnir í stofntöflu annað hvort allir tímar hópsins eða hluti þeirra.

 

 

 

 

                                   

Ef ýtt er á hnappinn Sýna villuboð þá koma fram boð úr síðustu keyrslu.

 

Þegar búið er að reyna allt samkvæmt ýmsum skilyrðum þá eiga einungis örfáir hópar að vera eftir. Þá má keyra lokakeyrslu en þá er reynt að setja niður þá hópa sem eftir eru með víðum skilyrðum.

 

Alltaf er hægt að byrja upp á nýtt á vélrænni keyrslu með því að nota flipann eyða úr skrám en þá er einungis hægt að eyða því sem lagt var niður vélrænt.