Þegar búið er að ganga frá stofntöflu er nemendum raðað í hópa. Þegar opnað er raða í hópa eru gögnin sótt í miðlægan grunn en ekki geymd fyrr en þau eru vistuð. Þegar komið er inn í forritið sést fjöldi nema sem vantar aðalval. Á myndinni sést að flesta nemendur vantar 6-9 áfanga í töflu, það er röðun í hópa hefur ekki farið fram. Hér er hægt að stilla ýmsar forsendur fyrir röðun nemenda í hópa.
Til að setja nema í hópa er farið í flipann Velja úrtak. Gert er úttak yfir nemendur sem vantar ákveðinn fjölda áfanga í töflu, valið er Fjöldi áfanga sem komast ekki í töflu (vantar í aðalval nemenda). Hér hefur verið valin talan 9 en þá eru nemar sem vantar 9 eða fleiri aðalvöl í töflu raðað í hópa(hér bæði 9 og 10 eða alls 18 nemendur). Best er að byrja á nemendum sem vantar flesta áfanga í töflu (neðan frá á myndinn) og enda á nemendum sem vantar fáa áfanga í töflu (upp á við í myndinni).
Þegar talan 9 hefur verið sett inn er ýtt á hnappinn “Gera úrtak”.
Þá eru þeir nemendur valdir, eða alls 18 nemendur sem vantar 9 eða fleiri áfanga í töflu.
Síðan er ýtt á hnappinn “Hefja vinnslu” til þess að hefja röðun í hópana.
Hér má sjá hvernig tölurnar hafa breyst eftir að vinnslan er keyrð. Nemendurnir 18 hafa raðast í hópa og nú vantar enga nemendur 9 eða fleiri áfanga í töflu. Hægt er að skoða töflur þessara 18 nemenda eins og þær líta út eftir keyrsluna með því að velja flipann “Vinna með staka nemendur”.
Hér er einn nemandi valinn sem hefur fengið góða töflu. Hér má sjá það sem hann valdi sér og hvað af því komst ekki í töflu. Hægt er að sjá alla lausnarmöguleika með því að ýta á hnappinn “Allir möguleikar”. Í hnappi Val nema, er hægt að taka nemendur út úr hópum eða setja þá í ákveðna hópa.
Eins er hægt að fara í fyrirspurnir til að sjá stöðuna. Hér má sjá að þessi sami nemandi er kominn með 8 aðalvöl í töflu af 9. Ekkert varaval hefur verið notað.
Alltaf er hægt að vista öryggisafrit á eigin vél og fara síðan í það afrit síðar.
Þá er ýtt á hnappinn vista öryggisafrit.
Þegar síðan á að lesa það aftur inn þá er ýtt á hnappinn Lesa inn öryggisafrit
Hægt er að núllstilla hópa og þá eru allir hópar tæmdir. Þannig er hægt að bakka í ákveðna stöðu með því að núllstilla hópa og taka inn öryggisafrit frá ákveðinni dagsetningu.
Þegar vilji er til að senda gögnin inn í gagnagrunninn þá er ýtt á hnappinn Vista í flipanum Velja úrtak.
Þá flytjast þessar upplýsingar inn í gagnagrunninn og sjá má hópaskiptinguna í vefnum.
Ráðlegt er að vista nógu oft með öryggisafriti því þannig er hægt að taka upp eldri stöðu. Þegar menn eru orðnir nokkuð ánægðir með niðurstöðuna og vilja sjá hana í vefkerfinu þá er vistað endanlega. Það getur tekið nokkrar mínútur að vista miðlægt og einnig getur vistun mistekist ef eitthvað kemur fyrir sambandið. Því er alltaf ráðlegt að taka öryggisafrit áður en vistað er miðlægt.