Hér er stundataflan útbúin fyrir hópana án þess að nemendum sé raðað í hópa. Í sjálfvirka stofntöfluhlutanum er alltaf hægt að þurrka út allt sem er vélrænt lagt og byrja aftur en ekkert er átt við við þann hluta sem hefur verið lagður handvirkt (Raða í töflu – raða í stofntöflu).
Í sjálfvirku töflugerðinni er árangursríkast að byrja á forgangshópum og að leyfa ekki að setja hóp í stokk nema að stofa finnist. Best er að byrja á að raða hópum sem hafa mestan tímafjölda, með því að fara í verkliðinn Hópar, raða eftir dálknum Oft og sjá skiptinguna.
Þegar forritið getur ekki lengur fundið lausn fyrir hópa með því að krefjast að stofa finnist, er næsta umferð keyrð á sama hátt og merkt við að ekki sé nauðsynlegt að finna stofu.
Allra síðast keyrir maður allt á móti öllu án tillits til tímafjölda stokka og áfanga. En forritið setur aldrei hóp í stokk ef hópurinn hefur fleiri tíma á viku en stokkurinn.
Nú þegar reynt hefur verið til þrautar að leggja hópa niður í stofntöflu, þá er næst að skoða gæði kennarataflna. Ef einhverjir kennarar koma illa út, þá er best að leggja þeirra töflur handvirkt og byrja svo sjálfvirku töflugerðina frá byrjun með því að eyða úr stofntöflu öllum hópum sem settir hafa verið vélrænt niður. Svona geta menn leikið sér og lagt töfluna aftur og aftur út frá mismunandi forsendum.