Hér eru nemendur settir í hópa. Best er að byrja að raða þeim sem hafa flest val t.d. 10 áfanga og síðan koll af kolli.
Hægt er að fara í fyrirspurnir og sjá niðurstöður keyrslu og hvað mikið er eftir og eins er hægt að skoða töflur nemenda.
Athugið að hér er alltaf hægt að geyma öryggisafrit. Þannig er hægt að geyma ákveðnar stöður á vél notandans án þess að vista þær í miðlæga grunninum og síðan er hægt að “bakka” í vinnslu frá þeim tímapunkti þegar skráin var vistuð.