Hér eru nemendur komnir í hópana og hægt er að raða hópunum í töflu eftir bekkjum, kennurum eða sambúum. Búið er að setja valáfanga handvirkt niður í töflu, þannig að einungis á eftir að leggja bekkjaáfanga og sambúa í töflu.
Almennt gildir að við sjálfvirka lagningu töflu er best að byrja á þeim þáttum sem eru mest takmarkandi, t.d. kennarar með fáar lausnir eða bekkir með mikið val. Gott er að byrja á að raða erfiðasta árganginum fyrst (þeir sem hafa fjölbreyttasta valið), sem er yfirleitt elsti árgangur skólans. Sambúarnir eru lagðir fyrst fyrir árganginn. Síðan eru lagðar töflur fyrir “erfiða” kennara (þröngar töflur).
Hægt er að fara í fyrirspurnir
og sjá niðurstöður keyrslu og hvað mikið er eftir. Eins er hægt að skoða töflur
nemenda.
Hér verður nánar fjallað um hverja aðgerð í stundatöfluforritinu.