Prófstokkar eru skilgreindir sem almennir prófstokkar eða sjúkraprófstokkar. Munurinn liggur í því að þegar áfangar eru tengdir almennum prófstokkum eru árekstrar innan prófstokks ekki leyfðir, en árekstrar eru leyfðir innan sjúkraprófstokka. Próftafla er skilgreind og tiltekið er tímabil prófa. Stokkum er raðað í próftöflu handvirkt og/eða sjálfvirkt. Próftöflur eru gerðar fyrir nemendur og kennara. Stofur eru tengdar stokk og kennarar tengdir stofum v/yfirsetu. Fjarvistir og forföll eru skráð á þá nemendur sem ekki tóku próf. Yfirlit eru birt um nemendur sem hafa rétt og/eða leyfi til að taka sjúkrapróf.
Taflan að neðan lýsir verkferli við próftöflugerð. Hverri aðgerð er síðan lýst nánar í köflunum að neðan.
Aðgerð
|
Lýsing |
Hvar keyrt |
Áfangar til prófs |
Skrá hvort áfangar fari í próftöflu með því að velja já eða nei við svæðið í próftöflu. Þeir áfangar sem eru ekki með hópa ættu ekki að fara í próftöflu. |
Inna vefur Áfangar í boði |
Árekstratafla |
Árekstrataflan er forsenda próftöflunnar. Hana þarf einungis að keyra einu sinni þegar allar forsendur að ofan eru orðnar réttar. Árekstratöfluna skal keyra utan dagtíma. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla - Árekstratafla |
Skilgreina prófstokka |
Prófstokkar skilgreindir í próftöfluhluta Innu. Ekki þarf að ákveða dag og tíma á prófstokkana á þessu stigi, það er hægt að gera eftir að búið er að setja áfanga í stokkana og sambúð stokkanna er þekkt.. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla - Prófstokkar |
Áfangar í prófstokka |
Áfangar eru keyrðir í prófstokka sjálfvirkt miðað við settar forsendur. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Áfangar í prófstokka |
Ýtrun á próftöflu |
Forsendur rýmkaðar. Áfangar settir handvirkt í prófstokka. Sambúð stokka skoðuð. Árekstrar nemenda skoðaðir. Áfangar keyrðir aftur í próftöflu, etv. Einhverjir áfangar settir handvirkt í próftöflu. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Leggja í próftöflu |
Dagsetning og tími sett á prófstokka
|
Þegar próftaflan er tilbúin er sambýli prófstokka kannað og notað sem forsenda fyrir tímasetningu prófstokkanna. |
Inna stundatöfluhlito Próftafla - Prófstokkar |
Próftöflur nemenda gefnar úr |
Almenn próftafla gefin út. Sjúkrapróftafla gefin út. Próftöflur nemenda eru prentaðar út og afhentar nemendurm. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla - Nemendur |
Hverjir fara í sjúkrapróf |
Merkt við þá nemendur sem ætla í sjúkrapróf vegna árekstra í próftöflu. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla - Nemendur |
Stofur settar á áfanga í prófstokk |
Þegar próftaflan er tilbúin má setja stofur á áfanga í prófstokk. Ákveðið er hve margir nemendur úr áfanga taka próf í stofu. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Stofur |
Nemum raðað niður í stofur |
Þegar búið er að fastsetja stofur er nemendum skipt niður á stofurnar sjálfvirkt. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Nemendur |
Kennarar skráðir í yfirsetu |
Kennarar eru skráðir í yfirsetu og yfirsetu og prófatöflur þeirra prentaðar út. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Kennarar |
Próflistar pretaðir út |
Próflistar þar sem mæting nemenda í próf eru prentaðir út. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Próflistar |
Mæting nemenda í próf skráð |
Sjálfgefið er að allir nemendur hafi mætt í próf. Merkt er við þá nemendur sem mættu ekki í próf og þá sem ætla í sjúkrapróf |
Inna stundatöfluhluti Próftafla – Nemendur |
Sjúkrapróf |
Listi yfir þá sem ætla í sjúkrapróf. |
Inna stundatöfluhluti Próftafla - Nemendur |
Grunnforsendur próftöflu er val nemenda og hvort áfangar eru merktir sem prófáfangar í vinnuleiðinni Áfangar í boði í hlutverkinu Önn.
Fyrst þegar komið er inn í próftöfluhlutann, birtast einungis fliparnir Árekstratafla, Próftafla og Öryggisafrit. Gera þarf árekstratöflu og prófstokka áður en byrjað er á að leggja áfanga í prófstokka sjálfvirkt. Byrjað er á að gera árekstratöfluna því hún er forsenda fyrir sjálfvirkri próftöflugerð. Gerð árekstrartöflu er þyngsta vinnslan í próftöfluferlinu, þar sem árekstrar nemenda er kannaður milli allra áfanga sem eru til prófs í viðkomandi skóla, við bendum því notendum á að keyra þennan verklið utan dagtíma. en það þarf einungis að gera hana einu sinni í upphafi próftöflugerðar. Þegar búið er að gera árekstratöfluna kemur melding á skjáinn um að próftöfluforritinu verði lokað og árekstrataflan vistuð.
Þegar komið er aftur inn í próftöfluforritið (eftir að búið er að keyra árekstratöfluna) er hægt að skoða árekstratöfluna með því að ýta á hnappinn Skoða árekstrartöfu birtist mynd eins og sú að neðan. Næsta verk er þá að skilgreina prófstokkana eins og lýst er í næsta kafla.
Byrjað er á að skilgreina prófstokka. Hver stokkur tilheyrir tilteknum prófdegi og tíma. Það geta því verið margir prófstokkar á sama degi. Tegund prófstokks getur verið P (prófstokkur) eða S (sjúkraprófstokkur). Ekki er nauðsynlegt að fastsetja dagsetningar og tímasetningar á prófstokkana fyrr en búið er að raða áföngum í prófstokka og ljóst er hvernig sambýli stokka er (sjá kafla nr Sambýli stokka).
Í flipanum áfangar til prófs má sjá fjölda nema í hverjum áfanga. Í myndinni má tengja áfanga við prófstokka handvirkt.
Svona lítur sama mynd út þegar búið er að tengja áfanga við prófstokka sjálfvirkt (sjá flipa Leggja í próftöflu). Þá er birtur fjöldi nemenda í hverjum prófstokk fyrir sig.
Í þessum flipa eru áfangar lagðir sjálfvirkt í prófstokka.
Eftirfarandi forsendur eru skráðar/valdar áður en vinnsla hefst:
· Valin er tegund prófstokka sem leggja á áfanga í.
· Hámarksfjöldi nemenda í prófstokk skráður, sem er sá fjöldi nemenda sem geta tekið próf í stokk (á sama tíma í húsnæði skóla).
· Fjöldi nemenda sem mega lenda í árekstri.
Hægt er að sjá hvaða áfangar eru þegar komnir í prófstokk með því að ýta á hnappinn Áfangar komnir í prófstokka. Áður en búið er að leggja nokkurn áfanga í stokk birtist mynd eins og sést hér að neðan.
Með því að ýta á hnappinn Raða áföngum í prófstokka hefst sjálfvirka vinnslan. Þá er áföngum raðað í prófstokka, skv. forsendum sem notandi setur, og árekstratöflu. Þessi vinnsla tekur skamman tíma. Til að skoða niðurstöðu keyrslunnar ýtir notandi á hnappinn Áfangar komnir í próftöflu (sjá mynd hér að neðan). Hægt er að byrja sjálfvirku röðunina á að leyfa fáa nemendaárekstra innan hvers prófstokks, 5 nemendur hér að neðan. Ef illa gengur að koma áföngum niður í próftöflu má rýmka forsendur og halda áfram að raða áföngum ó próftöflu. Nemendaárekstra má skoða í flipanum Nemendur.
Hver dálkur í myndinni að ofan táknar einn prófstokk, og þar með einn próftíma. Í sviga aftan við heiti prófstokks er birt fjöldi nemenda í prófstokk.
Með því að velja hnappinn Hvaða áfangar eru ekki í prófstokk má sjá þá áfanga sem ekki tókst að setja í próftöflu vegna brots á forsendum. Myndin að neðan sýnir hvaða áfangar komust ekki í próftöflu.
Til að koma restinni af áföngum í próftöflu þarf að rýmka forsendur, t.d. auka fjölda nemenda sem lenda í árekstri og keyra próftöflu aftur og/eða setja þessa áfanga handvirkt í prófstokk (sjá flipa Áfangar til prófs). Gott er að taka öryggisafrit af stöðu próftöflunnar þegar notandi er sáttur við niðurstöðuna (sjá kafla Öryggisafrit)
Á þessu stigi er gott að ýta á Vista hnappinn til að vista það sem komið er.
Hér er hægt að eyða annaðhvort öllu sem var sett sjálfvirkt í próftöflu (í flipa Leggja í próft-öflu) eða bæði því sem var sett handvirkt og sjálfvirkt. Þannig getur notandi ákveðið að byrja aftur að raða áföngum í prófstokka.
Hægt er að taka niður stöðu próftöflugerðarinnar á hvaða tímapunkti sem er með því að velja að vista niður öryggisafrit. Við það verða til gagnaskrár á vél notandans sem síðan er hægt að lesa inn aftur. Gott er að taka öryggisafrit á þeim tímapunktum sem notandi er sáttur við próftöfluna. Þannig er til dæmis hægt að gera tilraunir með röðun, og taka þá inn öryggisafrit ef sú tilraun skilar ekki betri niðurstöðu en var fyrir.
Í flipanum sambýli stokka má sjá fjölda nemenda í árekstri milli prófstokka. Það gefur til kynna hversu margir dagar þurfa að vera milli stokka (ef margir nemendur í árekstri) og um leið hversu stutt má vera milli prófstokka (fáir nemendur í árekstri). Þessi mynd er því gott tæki til að ákvarða dagsetningar fyrir prófstokkana (í flipanum Prófstokkar).
Í flipanum stofur er ákveðið hvaða stofur skal prófa í fyrir hvern áfanga. Valinn er prófstokku og áfangi. Síðan er ákveðið í hvaða stofu eða stofum skal prófa og hversu margir nemendur eru í hverri stofu. Passa þarf að heildarfjöldi nemenda í prófstofum sé sá sami og fjöldi nemenda sem fara í próf (Fjöldi fyrir ofan töfluna). Myndin að neðan sýnir hvernig stofa er valin á áfanga í prófstokk A1.
Myndin að neðan sýnir hvernig búið er að skipta nemendum sem taka próf í AHL103 í 3 prófstofur.
Hægt er að skoða próftöflu stofu, með því að velja hana úr vallistanum á miðri myndinni. Próftöflu stofu er hægt að prenta út með því að ýta á Prenta hnappinn.
Í flipanum nemendur eru eftirfarandi vinnuleiðir:
· Nemendur með árekstur í próftöflu
· Raða nemendum í prófstofur
· Prenta próftöflur nemenda á prentara
· Skoða próftöflur einstakra nemenda
· Skoða nemendur sem ekki mættu í próf