Prófatafla nemanda – Mæting í próf – Tekur sjúkrapróf

Einnig er hægt að skoða próftöflu valins nemanda eins og sýnt er á myndinni að

neðan.

 

Ef hakað er við að sýna áfanga nema, þá birtist í sér töflu þeir áfangar sem nemandi tekur próf í. Þar er hægt að merkja við hvort nemandi hafi mætt í próf og/eða hvort nemandi ætlar að taka sjúkrapróf í áfanga. Merkt er við á myndinni að neðan að nemandi mætti ekki í próf í TFT103 og ætlar í sjúkrapróf. 

Með því að velja hnappinn Nemendur sem ekki mættu í próf er hægt að fá lista yfir þá nemendur sem búið er að merkja við 0 í mætingu í próf, eins og sýnt var að ofan. Sama á við um hnappinn Nemendur sem taka sjúkrapróf, þar er hægt að fá lista yfir þá nemendur sem búið er að merkja við með 1 í dálkinn sjúkrapróf.

 

Hér er yfirseta kennara í tilteknum stofum skráð. Prófstokkur og stofa er valið úr vallistum. Kennarar sem sjá um yfirsetu í valinni stofu eru valdir úr vallista eins og sýnt er á myndinni að neðan.

 

Hægt er að skoða Próf og yfirsetutöflu kennara með því að velja kennara úr vallista. Í athugasemdardálki kemur fram hvort viðkomandi lína á við próf sem kennari heldur eða hvort kennari er skráður í yfirsetu.

Próf og yfirsetutöflur kennara eru prentaðar út eins og sýnt er á myndinni að neðan.

Hér er hægt að prenta próflista fyrir staka áfanga eða stofur. Próflistarnir eru síðan notaðir til að merkja við mætingu nemenda í próf.