Ný útgáfa af áfanga

Hægt er að búa til nýja útgáfu af áfanga með því að ýta á Ný útgáfa. Þetta er gert ef áfangi breytist milli anna/ára og notandi kýs að varðveita eldri skilgreiningu á áfanga. Þannig er skilgreining á áfanga varðveitt og möguleiki á að fá upplýsingar um áfanga aftur í tímann.

Þegar gerð er ný útgáfa af áfanga er:

·         Upplýsingar um eldri útgáfu áfanga afritaðar

·         Notandi breytir atriðum sem eru mismunandi

·         Eldri útgáfa gerð ógild

·         Ný útgáfa gerð gild með nýrri gildisdagsetningu.

 


Ef nýr áfangi er mjög áþekkur öðrum áfanga sem þegar er til í kerfinu er hægt að afrita áfangann sem til er fyrir.

Skrá þarf inn áfanga sem á að afrita, t.d. STÆ1124. Ef við setjum þann áfanga inn og veljum Áfram hnappinn förum við yfir á síðuna hér á eftir.

 

 

Notandi breytir atriðum sem eru mismunandi (a.m.k. námsgrein og áfanganúmeri), velur hvort afrita eigi lýsingu, bókalista, samhliða áfanga, jafngildisáfanga og undirflokka og ýtir svo á Afrita.

 

 


Hér eru upplýsingar um hvaða brautir skólinn býður upp á. Til að sjá brautir skóla þarf að nota leitina. Þá kemur upp listi yfir þær brautir sem uppfylla leitarskilyrðin. Notandi getur breytt eða nýskráð brautir ef hann hefur réttindi til þess.