Hægt er að búa til nýja útgáfu af braut með því að ýta á Ný útgáfa. Ný útgáfa er gerð ef braut breytist milli anna/ára og notandi kýs að varðveita eldri skilgreiningu hennar. Þannig er hægt að gera nýja útgáfu t.d. ef uppbygging brautar breytist lítillega og ekki er ástæða til að gera nýja braut. Fyrri nemendur brautar halda áfram námi á eldri útgáfu brautar, en nýnemar innritast á nýju brautina.
Þegar gerð er ný útgáfa af braut er:
· Upplýsingar um eldri útgáfu af braut afritaðar
· Notandi breytir atriðum sem eru mismunandi
· Eldri útgáfa gerð ógild
· Ný útgáfa gerð gild með nýrri gildisdagsetningu.
Hér er hægt að taka gögn út úr kerfinu til að vinna úr námsvísi. Notandi tiltekur fyrir hvaða undirskóla gögnin eru, skráir inn heiti skráa (ef vill) og velur netfang sem senda á upplýsingarnar á. Skrárnar eru sendar sem viðhengi á netfangið sem notandi skráir. Skrárnar geyma upplýsingar um skólann, brautir og áfanga hans.
Bókaskrá geymir upplýsingar um bækur sem skólinn notar við kennslu í öllum áföngum. Hér er í raun hægt að skrá inn kennslugögn, t.d. myndbönd, áhöld og tæki. Í efri hluta myndar er leit eftir ISBN númeri eða heiti.
Ef valið er skoða áfanga bókar í myndinni að framan kemur upp listi yfir áfanga sem bókin er kennd í.
Vinnuleiðin bækur áfanga geymir upplýsingar um bækur sem skólarnir nota við kennslu í viðkomandi áföngum. Til að sjá bókalista viðkomandi áfanga þarf að velja skoða úr listanum. Notandi notar leitina til að finna áfanga. Með því að ýta á Breyta táknið er hægt að breyta bókalista áfanga.
Ef notandi velur að skoða bækur áfanga birtist myndin að neðan.