Námsskrá geymir upplýsingar um námsgreinar, áfanga og brautir. Að neðan er hverri vinnuleið lýst ítarlega.
Námsgreinar eru grunnurinn að áföngum. Áföngum er skipt upp í námsgreinar (allt að 6 stafi) og áfanganúmer (allt að 6 stafi). Þannig eru ENS og STÆ námsgreinar, sem síðan eru gerðar að áföngum (sjá 4.2) með því að byggja við þær áfanganúmer (ENS0102, ENS0203) Myndin sýnir námsgreinar skólans. Notandi fyllir út leitarskilyrði í efri hluta myndar og ýtir á Leita hnappinn. Þá kemur upp listi yfir þær námsgreinar sem uppfylla leitarskilyrðið.
Hér er haldið utan um áfanga skólans. Áfangarnir eru byggðir upp á námsgrein og á áfanganúmeri, t.d. STÆ102, þar sem STÆ er námsgreinin og 102 er áfanganúmerið. Áfangar tilheyra tilteknum undirskóla, en nemar geta þó valið áfanga óháð undirskóla. Til að sjá áfanga skóla þarf að nota leitina sem er á efri hluta myndarinnar. Þá kemur upp listi yfir þá áfanga sem uppfylla leitarskilyrðin. Nýskrá tákn kemur í borðann efst í myndinni ef notandi hefur uppfærsluaðgang.