Námsferill (áfangaskólar)

Flipinn námsferill geymir upplýsingar um námsferil og námsferilsáætlun nema. Hægt er að skoða ferilinn á mismunandi vegu með því að breyta sýninni efst í ferlinum. Hægt er að skoða ferilinn:

 

Ýtarlegan          hver áfangi hefur sér línu í töflunni

Áætlun              einungis áfangar sem eru á áætlun

Ferill                 einungis loknir áfangar

Samantekinn     áfangar hafa ekki sér línu í töflunni

Námsgrein         skoða t.d. bara ENS

 

Auðkenni annar er birt í haus töflunnar. Í hverju svæði er birt auðkenni áfanga / staða áfanga (Áætlun, Ólokið, Metið, Lokið, Úrsögn, Fall eða Fall á Önn). Staða áfanga er einnig auðkennd með lit.  Einkunn er birt fyrir lokna áfanga. Forgangur vals (1 er aðalval, 2 er varaval) er birt fyrir ólokna áfanga og áfanga á áætlun. Neðst í listanum er birtur fjölda eininga á önn og fjöldi kennslustunda á önn.