Hlutverkið kerfisbrjótur hefur engar vinnuleiðir eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir, heldur veitir þetta hlutverk aðgang að meiri virkni í ákveðnum myndum. Þetta hlutverk er hugsað fyrir notendur sem þurfa að framkvæma aðgerðir í kerfinu sem venjulegir notendur ættu ekki að hafa aðgang að, t.d. skráning á námsferilsáætlun án þess að framkvæma villupróf á skráningunni og breyta eða eyða loknum áföngum af námsferli.
Eftirfarandi aðgerðir eru mögulegar fyrir notendur með hlutverkið kerfisbrjótur.
NEMANDI-Námsferilsáætlun- Skrá áfanga
Leyfir notanda að skrá áfanga á námsferilsáætlun án þess að fara í gegnum villupróf (svæðið Undanskilja villupróf). Þá er ekki athugað hvort skráningin valdi villu vegna undanfara, samhliða reglum.
NEMANDI-Námsferilsáætlun-Breyta loknum áfanga
Námsferill er skoðaður (sýn er ítarleg, ferill eða samantekin), áfangi er valinn með því að smella á hann með músinni. Þá er hægt að breyta eða eyða áfanganum þó hann sé í stöðunni lokinn eða fall.
NEMANDI-Nemandi-Einkunnaflipinn-Breyta
Kerfisbrjótur getur breytt einkunn sem búið er að gefa út. Þannig getur hann breytt falli í lokið, lokið í fall og svo framvegis.