INNA – Hjálp

Inna er upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla. Það er hluti af framtíðarsýn menntamálaráðuneytisins í upplýsingatækni. Innu er ætlað að vera tæki til að  auðvelda stjórnun framhaldsskóla, það veitir starfsmönnum og nemendum framhaldsskóla yfirlit yfir nám og námsframvindu og auðveldar stjórnun námskeiða og námsframboðs.

 

Inna skiptist annars vegar í upplýsingakerfi sem keyrt er á vefnum og hins vegar í stundatöflukerfi sem keyrt er af vél notanda. Vefkerfið keyrir á öllum helstu gerðum vefrápara.

 

Þessi handbók er ætluð bæði sem kennslubók fyrir kerfið en ekki síður sem uppflettirit sem notandi hefur við hendina þegar hann er að læra á kerfið. Leitast er við að hafa kaflana stutta og hnitmiðaða, þannig að notandi geti fundið í efnisyfirliti bókarinnar það sem hann leitar að.