Sýna 

Handvirki hlutinn (áfangaskóli)

 

Eftirfarandi aðgerðir þarf að framkvæma handvirkt í stundatöfluhlutanum áður en farið er að leggja vélrænt í töfluna.

 

·         Útbúa tímatöflu (Forsendur – tímatafla, Kafli 17.5.1)

 

·         Útbúa stokka (Stokkakerfi – stokkar, Kafli 17.5.2). Stokkarnir eru til þess að hægt sé að raða sjálfvirkt í töflu út frá mögulegum mynstrum (einungis áfangaskólar). 

 

·         Útbúa stokkatöflu. Stokkunum raðað handvirkt inn í stokkatöflu. (Stokkakerfi – stokkatafla, Kafli 17.5.3). Hér eru mynstrin fyrir sjálfvirku töflugerðina búin til (einungis áfangaskólar).

 

·         Vinna með hópa (Forsendur – hópar, Kafli 17.5.4). Athugið að hægt er að raða eftir dálkum í myndinni með því að “klikka” með músinni á dálkafyrirsögnina. Athuga að allir hópar sem á að kenna séu til með því að setja * í valsvæðið. Ef vantar hópa í hópalista þá þarf að stofna hópana sbr. 17.2.4 að framan.

 

o        Setja kennara á alla hópa og athuga að kennari hafi ekki fleiri hópa en fjöldi stokka segir til um til þess að hann hafi möguleika á lausn. 

 

o        Athuga að sama stofan sé ekki á of mörgum tímum svo hægt sé að finna lausn. Ekki binda stofu nema kenna verði viðkomandi hóp í stofu (nota frekar tegundir sbr. 17.2.1-2) þar sem stofubindingar minnka lausnarmöguleika.

 

o        Merkja alla einhópa og forgangshópa með 1.

 

 

·         Gera árekstratöflu (Forsendur – árekstrartafla, Kafli 17.5.6). Hér er búin til tafla yfir hvaða hópar geta alls ekki búið saman vegna nemendaárekstra. Árekstrartaflan er útbúin út frá einhópum og forgangshópum með merkinguna 1. Ef ekki er búið að merkja einhópa og forgangshópa þá verður árekstrartaflan tóm.

 

·         Setja læsingar á kennara, stofur og stundatöflu (skóla) þar sem loka á tímum. Ef t.d. kennari hefur læsingu á mánudagsmorgni þá eru hans kennslutímar ekki settir á mánugsmorgun. (Læsingar – kennarar/stofur/stundatafla, Kafli 17.5.7-9)

 

·         Leggja handvirkt áfanga – kennara  þar sem ákveðið er hvernig á að kenna áfanga (Stundatafla – áfangar / kennarar, Kafli 17.5.10-11) og á ekki að raða sjálfvirkt inn í töflu.