Í hópaskiptingu stofna áfangaskólar alla hópa fyrir valda önn áður en stundatöflugerð hefst. Bekkjaskólar stofna valgreinahópa, þ.e. hópa sem eru ekki hreinir bekkjashópar. Í þessari mynd er tekin afstaða til þess hvort fella eigi áfanga niður vegna lélegrar aðsóknar. Valin er önn og áfangi, ef vill. Notandi hrindir af stað leit og fær þá lista yfir áfanga sem eru í boði. Við hvern áfanga eru birtar upplýsingar um:
· hvort áfangi á að fara í stundatöflu
· heildarfjölda nema sem hafa valið áfanga
· fjölda nemenda sem eru með áfanga sem aðalval
· fjölda nemenda sem eru með áfanga sem varaval
· áætlaðan fjölda hópa (reiknað er út frá hópastærð sem er skilgreind á áfanga)
· fjöldi hópa stofnaðir nú þegar
Hópar eru stofnaðir með því að velja Stofna við viðkomandi áfanga. Hægt er að skoða/breyta hópum með því að velja krækjuna Hópar í línu áfanga.
Þegar notandi velur að stofna áfangahóp birtist sama síðan aftur, en búið er að uppfæra fjölda hópa stofnað í sömu tölu og áætlaður hópafjöldi er. Notandi getur þá valið að skoða hópana með því að velja krækjuna Hópar. Athugið fyrst í stað eru áfangahóparnir tómir, þ.e. engir nemendur eru í hópunum. Í áfangaskólum eru nemendur settir í hópana á síðasta stigi stundatöflugerðar (vinnuleið raða í hópa). Bekkjaskólar stofna valgreinahópa og velja síðan nemendur í hópana eins og sýnt er neðar.