Áfangahópar eru forsenda fyrir fyrst stundatöflugerð og síðar einkunna- og viðveruskráningu. Áður en stundatöflugerð hefst er tekin afstaða til hópafjölda í hverjum áfanga. Hópafjöldinn fer eftir fjölda nemenda sem velur viðkomandi áfanga. Í myndinni hópaskipting eru hópar stofnaðir og/eða felldir niður. Í vinnuleiðinni skoða hópa er hægt að skoða hópa og nemendur hvers hóps.