Forsendur – Árekstrartafla (áfangaskólar)

 

Þegar búið er að undirbúa töflugerðina og merkja upp einhópa og forgangshópa er keyrð árekstrartafla. Árekstrartaflan sýnir hvaða forgangshópar geta ekki búið saman vegna þess að nemendur hafa valið báða áfanga. Við sjálfvirka lagningu stofntöflu eru þeir hópar sem ekki geta búið saman samkæmt árekstratöflu ekki settir á sama tíma í töflu og gefin viðvörun ef reynt er að gera það handvirkt. Í efstu línu má sjá að það eru 10 sömu  nemendur í  áföngunum BLS2012 og BYL2024, fá má lista yfir hvaða nemendur þetta er með því að smella á fjölda nemenda t.d. 10. Hægt er að raða listanum á hvern dálk með því að “klikka”  með músinni í dálkafyrirsögnina. Það þarf eingöngu að keyra árekstrartöfluna einu sinni og síðan er hægt að fara í “Árekstrartafla prentuð”.