Forsendur - Hópar

 

Í hópatöflunni má skoða alla hópana sem eru skilgreindir á önninni. Hægt er að velja ákveðna hópa eða nota * og ýta á hnappinn við hliðina á valsvæðinu til að fá alla hópa. Ef ekki birtast allir hópar sem á að kenna á eftir að stofna hóp í vefhluta (sjá 17.2.4). Hægt er að raða töflunni eftir mismunandi dálkum með því að “klikka” á dálkafyrirsögn í þeim dálki sem raða á eftir.

 

 

Í fremstu tveimur dálkunum er áfangaheitið. Í næsta dálki er hópaheitið. Síðan er fjöldi kennslutíma á viku. Hægt er að setja hóp beint í stokk hér með því að fara með bendilinn yfir svæðið Stokkur og tvíklikka. Ef þetta er gert í áfanganum AHS203 1 þá koma í listann allir stokkar sem hafa 4 tíma. Í næsta dálki eru kennarar settir á hópa. Athugið að setja verður kennara á alla hópa. Farið er í viðkomandi svæði og ýtt á hægri músartakka og birtist þá valgluggi eins og sést á myndinni hér fyrir neðan. Í stofudálkinum er hægt að binda ákveðnar stofur fyrir hóp en æskilegt er að gera það ekki meira en nauðsynlegt er til að auka sveigjanleika í sjálfvirku töflugerðinni.  

 

Auðvelt er að sjá hvaða hópa vantar kennara með því að raða töflunni á kennara og þá raðast efst allir kennaralausir hópar.

 

 

 

Í næsta dálk er skráður forgangur. Setja verður forgang 1 (1=Já, 0=Nei) á alla einhópa og forgangshópa með því að fara með bendilinn í svæðið og skrá töluna 1. Hægt er að merkja annan af tvíhópum sem forgangshóp til að tryggja forgang þeirra. Athugið að árekstrartaflan er gerð fyrir þessa hópa. Í dálkinum “í töflu” sést hversu oft áfanginn er kominn í töflu. Töflustokkur segir til um í hvaða stokk áfangi hefur verið settur ef hann var vélrænt lagður niður. Ef áfangi hefur verið handvirkt lagður niður þá er töflustokkur auður.

 

Hægt er að prenta hópatöfluna eða vista hana á eigin vél (sjá neðst á mynd)  sem Word-skjal, Excel-skjal, HTML-skjal eða Textaskjal.