Breyta lykilorði starfsmanns

Þegar notandi vill breyta lykilorði þarf hann að slá nýja lykilorðið inn tvisvar.

 

 

 

Séróskir kennara segja til um hvenær hann getur ekki unnið og eru því forsenda við. stundatöflugerð. Á myndinni að aftan má sjá lista yfir þá tíma sem starfsmaður með upphafsstafina SD er ekki laus. Til að fá lista yfir óskir starfsmanna skólans þarf að nota leitina. Hægt er að bæta við séróskum með því að ýta á Nýskrá táknið.

 

Vinnuleiðin kennsla geymir lista yfir þá áfanga sem kennari kennir á tiltekinni önn. Til að sjá hvaða áfanga ákveðinn kennari kennir þarf að nýta leitina. Á þessarri mynd má sjá lista yfir alla áfanga sem starfsmaður með upphafsstafina SD kennir á vorönn 2001. Bæta má við áföngum með því að ýta á Nýskrá táknið.

 

 

Hér er hægt að afrita kennslugreinar kennara frá einni önn yfir á aðra. Þetta hentar vel ef kennd eru sömu fög ár eftir ár, þá er nóg að afrita kennslu frá vorönn eins árs yfir á vorönn næsta árs á eftir.

 

 

 

Hér er hægt að skoða stundatöflu kennara. Kennari er valinn og tafla hans skoðuð með því að smella með músinni á nafni kennara.

 

 

Hér er hægt að panta stofu þegar hún er laus til afnota (ekki bókaður tími í stundatöflu). Stofa er valin eins og sýnt er á myndinni að neðan. Þá eru birtar pantanir fyrir valda stofu ef einhverjar eru. Hægt er að breyta pöntun og/eða skrá nýja pöntun.

 

Ef valið er að skrá pöntun birtist myndin að neðan. Valin önn, stofa og dagsetning pöntunar og ýtt á áfram.

 

 

Næst þarf að skrá tíma pöntunar, skýringu og  hver gerir pöntun. Að lokum er pöntunin staðfest.