Breyta hópum

Ef við veljum krækjuna Hópar í myndinni að ofan (hópaskipting) þá sjáum við hópa áfangans ENS1026. Hægt er að breyta upplýsingum um hópinn (heiti hóps og hámarksfjölda nema) með því að smella á krækjuna Hópur-Breyta í viðkomandi línu. Með því að velja krækjuna Nemendur-Skoða þá er hægt að skoða hvaða nemar eru í hópnum. Með því að smella á krækjuna Nemendur-Breyta þá er hægt að taka nemendur úr hóp eða bæta við nemendum.

 

 

Þegar bekkjaskólar stofna valgreinahópa þá er myndin að ofan notuð til að stofna hópa og velja nemendur í valgreinahópana.

 

Ef krækjan Nemendur-Breyta er valin í myndinni að ofan (hópaskipting) birtist myndin hér að neðan. Hægt er að taka nemanda/nemendur úr hópnum og/eða bæta við nemendum með því að hrinda af stað leit og færa nemendur í hópinn. Breytingin er síðan staðfest með því að ýta á uppfæra hnappinn neðst í myndinni.

Í vinnuleiðinni Nemandi-Töflubreytingar er hægt að flytja nemendur milli áfangahópa  með einföldum hætti. Í töflubreytingum er stundatafla nema sem verið er að vinna með sýnd þannig að áhrif hópabreytinga á stundatöflu nemanda er ljós.