Ef notandi velur að breyta bókalista áfanga birtist myndin að neðan. Valboxið (vinstra megin) geymir allar bækur sem uppfylla leitina sem notandi setur fram efst í mynd. Skráningarboxið geymir þær bækur sem búið er að setja á bókalista áfangans. Nota skal örvar til að færa bækur á milli kassanna tveggja. Að lokum er bókalisti áfanga uppfærður með því að ýta á Uppfæra bókalista.
Hér er birt yfirlit yfir kennsluáætlanir tilteknins áfanga. Birt er lýsing á kennsluáætlun og vísun í vef- og netslóð.
Hér er birt yfirlit yfir próf tilteknins áfanga. Birt er tegund prófs, lýsing á prófi og vísun í vef- og netslóð.
Norðurlandamál, þriðja og fjórða mál er skráð fyrir hvern nemanda. Síðan þegar námsferilsáætlun nemenda er byggð sjálfvirkt af Innu er það tungumál sett inn á áætlun nemans sem hann valdi. Því þarf að skilgreina í námsgreinum yfirmál fyrir norðurlanda, þriðja og fjórða mál. Síðan er skilgreint fyrir hvert tungumál í námsgreinum hvaða tungumálaflokki þau tilheyra. Myndin að neðan sýnir yfirmál í námsgreinum fyrir þriðja mál.
Síðan er skilgreint fyrir hvert mál hvort þau eru norðurlandamál, þriðjamál og/eða fjórða mál. Myndin að neðan sýnir hvernig FRA (franska) er bæði þriðja mál og fjórða mál.
Síðan eru skilgreindir yfiráfangar fyrir hverja yfirnámsgrein eins og sýnt er á myndinni að neðan. Þannig er hver yfiráfangi jafngildur raunverulegu norðurlanda-, þriðja- og fjórða málsáföngum .
Yfiráfangarnir eru síðan tengdir inn á brautir eins og við á. Myndin að neðan sýnir hvernig þriðja málið er tengt inn á náttúrufræðibraut.
Síðan er skráð á nemendur hvaða námsgrein þeir velja sem norðurlandamál, þriðjamál og fjórðamál (ef við á). Sú skráning stýrir því hvaða tungumál er sett í námsferil nemenda.