Kerfið er sniðið bæði að áfangaskólum og bekkjarskólum. Bekkjar- og áfangaskólar hafa mismunandi sýn í kerfinu. Stýringar bekkjar- og áfangaskóla eru mismunandi, sérstaklega m.t.t. falls á önn eða skólaári. Bekkjarskólar eru með aðgang að bekkjarumsýslu, t.d. stofna bekki og skoða bekki meðan áfangaskólar eru með aðgang að hópaumsýslu. Að lokum eru prófskírteini skólanna mismunandi.