Bekkir

 

Hér er hægt að skoða bekki og nemendur bekkja. Hægt er að stofna bekki og færa nemendur milli bekkja. Að lokum er hægt að stofna bekkjarhópa og valhópa, sem eru forsenda fyrir stundatöflugerð.

 

Myndin sýnir yfirlit yfir bekki. Hægt er að finna bekki eftir skólaári, ári, braut, heiti bekkjar, bekkjarstofu, skammstöfun umsjónarkennara og kennitölu nemanda. Bekkur er valinn með því að ýta á heiti bekks í línu tiltekins bekks.  Einnig má skoða bekkjarhópa valins bekks með því að smella á Hópar.

 

 

Bekkir eru skoðaðir með því að smella á heiti bekkjar í myndinni að ofan (sjá næstu mynd). Hægt er að velja nemanda og skoða upplýsingar um hann.

 

 

Bekkur er skráður með heiti, bekkjarstofu, umsjónarkennara, brautum (ein eða tvær) og ári bekks. Ekki er nauðsynlegt að skrá umsjónarkennara og bekkjarstofu.

 

 

Nemendur er valdir í bekkinn eins og sýnt er hér á eftir. Hægt er að velja nemendur í bekkinn eftir kynjaskiptingu(kk, kvk, jöfn), póstnúmeri, fjórða máli, skólaári og grunnskóla. Hægt er að hrinda leit af stað oft. Þannig má velja nemendur í bekkinn út frá ýmsum forsendum. Til dæmis má fyrst velja nemendur sem hafa valið spænsku sem fjórða mál og færa í bekkinn, síðan má velja nemendur sem hafa valið ítölsku sem fjórða mál og færa í sama bekk. Þegar búið er að velja nemendur í bekkinn er ýtt á uppfæra hnappinn og breyting staðfest.

 

 

Hægt er að bæði að breyta upplýsingum um bekk (heiti, bekkjarstofa, umsjónarkennari) og einnig því hvaða nemendur eru í bekk. Bekkur er fundinn eins og sýnt er á myndinni að neðan. Ef breyta á upplýsingum um bekk þá er krækjan Breyta bekk valin. Ef bæta á nemendum í bekk eða taka nemendur úr bekk er krækjan Breyta nemendum valin.

 

 

 

Hér eru bekkjahópar stofnaðir fyrir bekki. Bekkjahópar eru þeir áfangahópar sem allir nemendur bekks sitja saman í, og eru skilgreindir á braut bekks sem kjarni.