Annir fyrir bekkjarskóla og skólaár fyrir áfangaskóla eru í raun grunnurinn að skólastarfinu. Bekkjarskólar hafa aðgang að hlutverki Skólaár meðan áfangaskólar hafa aðgang að hlutverki Önn. Hér eftir verður einungis talað um önn og gildir þá það sama um skólaár bekkjarskóla.
Stofna þarf annir og tengja við þær áfanga áður en hægt er að sækja um skólavist og byggja upp námsferla nemenda. Þegar búið er að tengja áfanga við annir má keyra þá sjálfvirkt inn í námsferla nemenda. Þá eru áfangar keyrðir inn í námsferla nemenda skv. brautaruppbyggingu, þ.e. þeir áfangar sem eru í brautarskilgreiningu og eru merktir sem kjarni eru settir í námsferilsætlun nemenda með stöðu áætlun. Fyrir stundatöflugerð er gerð hópaskipting, þá er birtur listi yfir fjölda nemenda sem hafa valið tiltekinn áfanga og lagður til hópafjöldi. Notandi getur síðan stofnað hópa eða fellt út áfanga.
Hér er haldið utan um annir skólans. Á hverri önn eru geymdar upplýsingar um þær stofur sem nota á til kennslu og hvaða áfangar eru í boði.
Notandi setur fram leitarskilyrði á einkenni annar, undirskóla eða hvort tafla er læst (liðnar annir) og hrindir af stað leit. Þá birtist listi eins og sýndur er á myndinni að neðan. Hægt er að raða önnunum með því að smella á dálkahausunum. Annir eru skoðaðar með því að velja viðkomandi önn. Ný önn er skráð með því að ýta á nýskrá táknið í borðanum efst í myndinni.
Ef notandi velur að skoða önn birtist mynd eins og sú að neðan. Birtar eru upplýsingar um hvenær önn byrjar og hvenær henni lýkur. Einnig er birt upplýsingar um prófatímabil. Tafla læst segir til um hvort stundatöflugerð er lokið og önnin í raun orðin virk. Fjöldi töfludaga segir til um hversu marga daga, talið frá mánudegi, á að nota í stundatöflu. Ef tafla er læst er ekki hægt að breyta áföngum annar, stofum annar né framkvæma hópaskiptingu. Neðst í myndinni er hægt að velja að skoða áfanga í boði, stofur í boði , fráteknar stofur á önn eða hópaskiptingu.
Með því að velja nýskrá táknið í 6.1 má skrá nýja önn. Velja þarf undirskóla sem önnin tilheyrir, skrá einkenni annar, heiti hennar (ef vill), hvort stundatafla er læst (ætti alltaf að vera nei þegar önn er skráð), tegund annar, tímabil annar og tímabil prófa. Önn er skráð með því að ýta á nýskrá táknið. Hægt er að hætta við skráningu með því að ýta á Til baka.
Í stað þess að nýskrá önn er hægt að afrita önn sem er til fyrir. Það er hentugt ef annir eru líkar, t.d. haustannir líkar hvort sem árið er 2001 eða 2002. Notandi velur önn til að afrita eins og sýnt er á myndinni að neðan og ýtir á Áfram.
Þegar notandi hefur ýtt á áfram birtist skráningarmynd fyrir nýja önn. Atriði frá valinni önn eru birt og getur notandi breytt þeim áður en afritun er gerð. Notandi velur einnig hvort afrita eigi áfanga og eða stofur í boði.
Í stofur í boði er hægt að sýsla með þær stofur sem á að nota til kennslu á viðkomandi önn (forsenda fyrir töflugerð). Önn er valin úr vallista og ýtt á leita. Þá eru birtar þær stofur sem eru tengdar viðkomandi önn. Í listanum er birt hve marga nemendur stofan tekur til kennslu og hve marga nemendur stofan tekur í prófi. Hægt er að breyta því hvaða stofur eru tengdar önn með því að ýta velja Tengja nýjar stofur eða Aftengja stofur.
Þegar notandi ýtir á Tengja nýjar stofur undir listanum að ofan fær hann mynd eins og sú sem er hér á eftir. Notandi velur stofur til að skrá á önnina úr valboxinu (vinstra), velur síðan grænu örina (ein fyrir valdar, tvær fyrir allar) og færast þá stofurnar yfir í skráningarboxið (hægra). Notandi staðfestir síðan breytinguna með því að ýta á tengja hnappinn.
Þegar notandi velur að Aftengja stofur fær hann myndina hér á eftir. Notandi færir stofur úr hægra boxi yfir í það vinstra og ýtir á Aftengja
Hægt er að taka frá stofur á tiltekinni önn. Ef stofa er frátekin er hún ekki laus til ráðstöfunar í stundatöflu á þeim tíma sem tiltekinn er. Notandi velur önn til að vinna með og stofu (ef vill) og ýtir á leita. Þá birtist yfirlit yfir hvenær stofa (stofur) eru fráteknar á viðkomandi önn. Hægt er að breyta færslu með því að velja breyta í tiltekinni færslu eða taka stofu frá á nýjum tíma með því að ýta á táknið nýskrá neðst í myndinni.
Hér er hægt að skoða hvaða áfanga á að bjóða á tiltekinni önn. Áfangar í boði eru forsenda fyrir vali nemenda, hópaskiptingu (áfangaskólar) og stundatöflugerð. Önn er valin til að vinna með úr vallista og áfangi (ef vill) og ýtt á leita. Þá birtist myndin hér fyrir neðan. Notandi getur breytt upplýsingum um áfanga sem birtar eru í töflunni með því að velja breyta í viðkomandi línu. Hægt er að fara í uppsetningu einkunnareglu fyrir viðkomandi áfanga með því að velja einkunnir. Með því að velja Tengja nýja áfanga má skrá nýja áfanga á valda önn. Áfangar eru aftengdir önn með því að velja Aftengja áfanga. Hægt er að aftengja alla áfanga sem skráðir eru í boði á önn ef engir nemendur hafa verið í áfanganum, engar kennslugreinar og engir hópar eru til með því að smella á Aftengja ónotaða áfanga. Einkunnareglum er eytt i leiðinni. Einungis er hægt að tengja og aftengja áfanga ef stundatafla annar er opin (tafla læst á önn er Nei).
Ef valið er að skoða einkunnir í listanum í myndinni að ofan birtist myndin að neðan. Þar er viðhaldið einkunnareglu fyrir valinn áfanga og önn.
Vinnuleiðin færir áfanga sem tengdir hafa verið önn og tilheyra brautum nema í námsferla þeirra. Einungis kjarnaáfangar eru fluttir í námsferla. Aðra áfanga þurfa notendur að skrá á námsferilsáætlun nema. Þegar áfangar eru settir í ferla er undanfara- og samhliðareglum hlýtt. Einnig eru grunnskólaeinkunnir nemenda bornar saman við einkunnakröfur sem skilgreindar eru á áföngum (hægferð og hraðferð). Hægt er að velja að flytja áfanga í brautir nema eftir skilyrðum. Ef ekkert er valið og einungis ýtt á Uppfæra námsferla, eru námsferlar allra nemenda uppfærðir.
Afrita einkunnareglur á samsvarandi áfanga á milli anna. Dæmi: Einkunnareglur á DAN103 á haustönn eru afritaðar yfir á DAN103 á vorönn, o.s.frv. Velja önn sem afrita á reglur frá og önn sem afrita á reglur á. Ef hakað er í Yfirskrifa fyrri reglur þá eru eldri einkunnreglur hreinsaðar út og nýjar skráðar í staðinn, ef ekki þá fá eldri einkunnareglur að halda sér. Staðfesting er send á netfang að vinnslu lokinni.